Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 96
Tímarit Máls og menningar
framandi) valdbeitingu í landi yðar. Ég ætla mér aðeins að draga fram eitt atriði:
Rödd Ameríku flytur ekki alltaf allan sannleikann og Rude Pravo lýgur ekki
alltaf enda þótt þeir höfundar sem þar matreiða geri sitt besta til að láta líta svo
út með innantómum siðbótarvaðli sínum.
Ástæðunnar fyrir þessum „öfugsnúningi“ er að leita hjá áróðursmeisturun-
um sjálfum, sem er lygin svo töm að það er engu líkara er veröldin öll verði að
blekkingu í meðförum þeirra. Skýrslur óvilhallari aðila á borð við Amnesty
International ná sjálfsagt ekki til yðar. Þær týnast í pósti. Ef svo færi að þær
næðu augum yðar gæti þar að líta flóknari heimsmynd en þá að annars vegar
sé „hinn frjálsi heimur“ og hins vegar „alræðisheimurinn."
Eg held því líka fram að þér hafið óhjákvæmilega rangsnúna og hlutdræga
skoðun á heiminum. Sjúkdómur einstaklings hefur ekki alltaf í för með sér að
hann líti hlutlægt á vanda annarra: þjáning getur leitt til þess að maður verði
upptekinn af sjálfum sér. Hið sama á við um þjóðir. Þjóð yðar er í mínum
augum sjúk, raunar er ástandið slíkt að það líkist helst ánauð hersetu. Hvernig
má annað vera en að þér hugsið framar öðru um áverkana á líkama eigin þjóðar?
En þegar ástandið er með þeim hætti fellur alþjóðahyggjan fyrst í valinn.
Það er ekki auðvelt fyrir mig að bera fram þessa gagnrýni. Ég yeit að þau orð sem
þér hafið eftir Václav Havel eru sönn og ég sendi honum virðingarkveðju í
fangelsið. Hérna megin hryggjar hættum við litlu og verðum aðeins fyrir
léttvægum óþægindum. Hvaða rétt höfum við yfirleitt í allsnægtum okkar til
að deila við yður?
Við höfum engan slíkan rétt. En þó ber okkur sem menntamönnum að segja
sannleikann eins og hann blasir við okkur. Ef við eigum, og ekki vegna eigin
verðleika, greiðari leið að upplýsingum og búum við rýmra tjáningarfrelsi, ber
okkur skylda til að nýta það. Framtíð andlegs frelsis er ótrygg á þessari plánetu;
þar sem það þrífst fylgir því alþjóðleg ábyrgð.
Snúum okkur þá að kjarna bréfs yðar. Þér hefjið málflutning yðar með
alvarlegum misskilningi, raunar á beinni rangfærslu.
Þér eignið mér það viðhorf, að sovésk hernaðarstefna sé „fyrst og fremst í
varnarskyni“. Hið rétta er að ég notaði þessi orð innan gæsalappa í þriggja
blaðsíðna langri gagnrýni, sem einmitt beindist gegn þessari staðhæfmgu. Ef til
vill eiga þessi vandkvæði rætur að rekja til rangrar þýðingar?
Þvert á móti hef ég haldið því fram, að kjamorkuvopn „í varnarskyni" séu
ekki til. Þetta eru ógnarvopn í árásarstöðu, sem valdið geta fjöldatortímingu; og
hversu nákvæmt sem þeim kann að vera miðað draga þau með sér ægilegan
86