Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 96
Tímarit Máls og menningar framandi) valdbeitingu í landi yðar. Ég ætla mér aðeins að draga fram eitt atriði: Rödd Ameríku flytur ekki alltaf allan sannleikann og Rude Pravo lýgur ekki alltaf enda þótt þeir höfundar sem þar matreiða geri sitt besta til að láta líta svo út með innantómum siðbótarvaðli sínum. Ástæðunnar fyrir þessum „öfugsnúningi“ er að leita hjá áróðursmeisturun- um sjálfum, sem er lygin svo töm að það er engu líkara er veröldin öll verði að blekkingu í meðförum þeirra. Skýrslur óvilhallari aðila á borð við Amnesty International ná sjálfsagt ekki til yðar. Þær týnast í pósti. Ef svo færi að þær næðu augum yðar gæti þar að líta flóknari heimsmynd en þá að annars vegar sé „hinn frjálsi heimur“ og hins vegar „alræðisheimurinn." Eg held því líka fram að þér hafið óhjákvæmilega rangsnúna og hlutdræga skoðun á heiminum. Sjúkdómur einstaklings hefur ekki alltaf í för með sér að hann líti hlutlægt á vanda annarra: þjáning getur leitt til þess að maður verði upptekinn af sjálfum sér. Hið sama á við um þjóðir. Þjóð yðar er í mínum augum sjúk, raunar er ástandið slíkt að það líkist helst ánauð hersetu. Hvernig má annað vera en að þér hugsið framar öðru um áverkana á líkama eigin þjóðar? En þegar ástandið er með þeim hætti fellur alþjóðahyggjan fyrst í valinn. Það er ekki auðvelt fyrir mig að bera fram þessa gagnrýni. Ég yeit að þau orð sem þér hafið eftir Václav Havel eru sönn og ég sendi honum virðingarkveðju í fangelsið. Hérna megin hryggjar hættum við litlu og verðum aðeins fyrir léttvægum óþægindum. Hvaða rétt höfum við yfirleitt í allsnægtum okkar til að deila við yður? Við höfum engan slíkan rétt. En þó ber okkur sem menntamönnum að segja sannleikann eins og hann blasir við okkur. Ef við eigum, og ekki vegna eigin verðleika, greiðari leið að upplýsingum og búum við rýmra tjáningarfrelsi, ber okkur skylda til að nýta það. Framtíð andlegs frelsis er ótrygg á þessari plánetu; þar sem það þrífst fylgir því alþjóðleg ábyrgð. Snúum okkur þá að kjarna bréfs yðar. Þér hefjið málflutning yðar með alvarlegum misskilningi, raunar á beinni rangfærslu. Þér eignið mér það viðhorf, að sovésk hernaðarstefna sé „fyrst og fremst í varnarskyni“. Hið rétta er að ég notaði þessi orð innan gæsalappa í þriggja blaðsíðna langri gagnrýni, sem einmitt beindist gegn þessari staðhæfmgu. Ef til vill eiga þessi vandkvæði rætur að rekja til rangrar þýðingar? Þvert á móti hef ég haldið því fram, að kjamorkuvopn „í varnarskyni" séu ekki til. Þetta eru ógnarvopn í árásarstöðu, sem valdið geta fjöldatortímingu; og hversu nákvæmt sem þeim kann að vera miðað draga þau með sér ægilegan 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.