Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 102
Tímarit Máls og menningar Bandaríkin virðast mér vera sá aðilinn sem er háskalegri og meira ögrandi og ríkjandi utanríkis- og hernaðarstefna þeirra þrengir að Sovétríkjunum með ógn- andi herstöðvum. Þaðer miklu fremur í Washington en Moskvu sem menn velta fyrir sér ólíkum sviðsmyndum i „leikvangsstyrjöldum"; og það er í Ameriku sem gullgerðarmenn ofurdrápsins, hinir slyngu tæknifræðingar „yfirburða" og úr- slitavopna knýja fram stjórnarstefnu morgundagsins. En við þurfum ekki að byggja athafnir okkar á þvi að taka aðra blokkina „framyfir" hina. Það er óraunsætt og gæti sundrað okkur. Það sem mestu ræður er sú orsakakeðja sem er sameiginleg og magnar ljótustu drættina i báðum samfélögum. Og hrekur þau á hnignunarbraut í kjarnorkufaðmlögum. A síðastliðnu ári talaði ég við fólk svo þúsundum skiptir á fundum í Bretlandi og Bandaríkjunum, og átti bréfaskipti vítt um Evrópu. Eg hef orðið var við, að fólk hallast mjög almennt að þessari lýsingu, enda þótt það kunni að greina á um einhver atriði. Og þá er spurningin (svo við höldum áfram að ræða málin) hvernig Evrópubúar í austri og vestri, sem eiga þennan ógnandi leik stórveld- anna yfir höfði sér, geta stillt saman krafta sína og fundið sameiginlega aðferð til þess að skilja risana að. Þér hafnið þessari sameiginlegu baráttuaðferð. Þér viljið heldur halla yður að gamla gelda skilningnum á því hvernig friðarhreyfing hlýtur að vera, og þér fordæmið Baráttuhreyfinguna fyrir kjarnorkuafvopnun i Evrópu (END) án þess að kynna yður hana. Þér sakið okkur um að fylgja „tilslökunum". Þessi ásökun veldur, af ýmsum ástæðum, sársauka. Hún vekur í hug mér beiskar minningar frá því erég við lok æsku minnar, 14 ára stráklingur, öðlaðist fyrst pólitíska vitund. Það vará tímum samkomulagsins í Múnchen. Fjölskylda mín var andfasísk og barðist gegn svikasamningunum í Múnchen, faðir minn truflaði samkomu sem haldin var í Oxford til að óska Neville Chamberlain til hamingju, með tilfinningaþrunginni ræðu utan úr sal. Sama ár voru minnisstæðar aukakosningar i Oxford. Þar áttust við rektorinn i Balliol-háskólanum, A.D. Lindsey (frambjóðandi „alþýðufylkingarinnar") og ungur stuðningsmaður Chamberlains (og ,,Múnchenarsáttmála“) sem varð alræmdur fyrir ókurteisi og heitir Quintin Hogg. Hogg náði kosningu og sperrti síðar glæsilegt stélið sem Hailsham lávarður. Hann er nú áberandi sem fjármálaráðherra í stjórn frú Thatcher. Línan frá „Múnchen“ er þvi óslitin til vorra daga. Það er bara ekki nákvæm- lega sú lína sem þér gerið ráð fyrir. Og ekki er ég alveg viss um að allir séu sáttir við þá sagnfræði að athafnir Neville Chamberlains verði skýrðar til fulls með því 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.