Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 108
Tímarit Má/s og menningar sem stjórna því hverjir erfa ríki gamlingjanna í Kreml; pólitíska framkvæmda- nefndin i Sovétríkjunum hlýtur að leita nú dyrum og dyngjum að sterkum manni til að mæta Haig hershöfðingja. Hvernig í ósköpunum getur þetta stuðlað að auknum mannréttindum? Hefur raunin verið sú fyrrum? Hjálpaði þetta Ungverjum 1956? Tékkum 1968? Er pólskri Einingu lið í ógnaryfirlýsingum Nató-ráðsins nú? Þvert á móti: þær gera Rude Pravo og lsvestia kleift að úthrópa félaga verkalýðssamtakanna og Kor-ráðgjafa sem „gagnbyltingaröfl“ og setja rök hernaðarhagsmuna ofar mannréttindum. Þið þarna „fyrir handan“ hljótið að vita það núorðið, að hernaðarlegur þrýstingur úr vesturátt er gagnslaus, innantómur og hefur neikvæð áhrif. Þrisvar hefur blekkingunni verið beitt en jafnan með þeim árangri að komm- únískur rétttrúnaður og ógnun hefur eflst. Á þessum undanförnu mánuðum spennu hefureinmitt þessi raunsæispólitík hernaðartogstreitu sett pólsku sjálfstæði skorður. Ef pólsku þjóðinni tekst að halda í það sem áunnist hefur er það ekki vegna nærveru vestræns herstyrks heldur einvörðungu eigin hugrekki og ögun að þakka. Sú takmarkaða aðstoð sem Pólverjum hefur borist hefur verið af öðrum og friðsamlegri toga; prent- tæki í smáum stíl, nokkrar sendinefndir, dálítill skammtur af fagfélagslegum ráðleggingum. Og hefði stefna okkar, barátta END, veikt stöðu pólskrar Einingar? Þvert á móti. Ef okkur hefði tekist, með samræmdu átaki, að þvinga báðar samsteypur stórveldanna til einhvers konar samkomulags fyrir tveimur árum — á grundvelli Rapacki-áætlunarinnar gömlu — um afvopnun Póllands og beggja ríkja Þýskalands stig af stigi, og að Sovétríkin og Bandaríkin færu með heri sína brott, þá hefði svigrúm fyrir pólska sjálfstjórn áreiðanlega aukist. Og hefðu þá átök síðustu mánaða verið jafn þrungin spennu — og jafn háskaleg og þau eru enn? Eg óttast að ráðamönnum Nató-ríkjanna séu mannréttindi ekki jafn hugstæð og þér ætlið. Þeir hófsamari og raunsærri meðal vestrænna ráðgjafa vilja umfram allt viðhalda „jafnvæginu“. Þeir vilja frysta óbreytt ástand: þeir vilja halda pólitísku landakorti Evrópu óbreyttu um alla framtíð. Þeir fylgjast kvíðafullir með hvatvísri „öfgastefnu" Einingar: hún býður „misvægi“ heim og gæti komið róti á þá skiptingu Evrópu í áhrifasvæði sem stórveldin komu sér saman um. Þeir vígreifari og árásargjarnari í hópi vestrænna ráðgjafa eru svo allt annar 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.