Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 111
Frelsió og sprengjan
kaldastríðsleiksins. Ég tel heldurekki að þetta séu stórtíðindi eða hneykslisefni.
Þessir einstaklingar eru ekki að fást við „samsæri“ eða „skemmdarverk“. Þetta er
einfaldlega hvimleitt fólk sem safnar og skráir upplýsingar sem skipta litlu máli.
Samkvæmt þvi sem við lesum þessa dagana í blöðunum virðist starf „leyni-
þjónustu" mun marklausara og heimskulegra en gert er ráð fyrir. Aðalvið-
fangsefni andstæðra leyniþjónusta virðist vera að pota sér hver inn í aðra. Þó
margt sé gott um þá athafnasemi að segja, þegar hún á sér stað hjá elskendum,
má reikna með að hún gefi ekki eins mikla fullnægingu þegar aðilar málsins eru
KGB, M16 og CIA.
Það er ekkert í fari þessa fólks, sem raunar er ekki afkastamikið, sem ætti að
valda örvæntingu og við megum ekki láta það fylla okkur samsæris- eða
ofsóknarkennd. Og þó hafa þessar öryggisþjónustur í austri og vestri eitt
sameiginlegt markmið. Þcer eru andvígarþvíað lýðrceðislegar hreyfmgar íaustri og
vestri kynnist og taki upp sameiginlegan málstað. Það mundi spilla öllum þeirra leik
og þær yrðu óþarfar með öllu. Þær óska þess að við tortryggjum hvert annað og
höldum áfram að vera skiptimynt í gjaldmiðli kaldastríðsins.
Ég hef grun um að nokkuð sé um villandi upplýsingar í Austur-Evrópu nú
um stefnu END og markmið forvígismanna hennar. Þær gætu hæglega komið
úr smiðju leyniþjónustu í vestri eða austri, þó líklega frá þeirri fyrrnefndu. Ég
bið yður að doka við áður en þér takið slíkar upplýsingar gildar og grennslast
mjög náið fyrir um sannleiksgildi þeirra.
Eftir því sem aldurinn færist yfir mig verð ég andsnúnari því að vera statisti.
Ég treysti ekki ríkisvaldi. Fyrir nokkrum árum hafði ég sjálfur komist að
svipaðri niðurstöðu og þér ljúkið bréfi yðar með. Það sem mestu máli skiptireru
ekki staðlaðar hugmyndir um „vinstri" og „hægri“ heldur virk lýðræðisleg
verðmæti og virðing fyrir fólki og mannréttindum. Ef mig greinir á við yður, þá
er það um þetta: Þér unnið frelsi og viljið ekki vera statisti, en aðeins yðar megin
í veröldinni. Eg bið yður láta andstöðu yðargegn kyrrstöðu ná dálítið lengra og
sýna ríkjum vesturs minni tiltrú.
Við verðum að snúa við þeim vægðarlausa þrýstingi sem stefnir að stríði, að
öðrum kosti brennum við saman, austur og vestur. Og við getum aðeins gert
það með því að gera Evrópu að einni heild að nýju og græða hið opna sár sem
liggur þvert um hjarta meginlands okkar. Það dugir ekkert minna en ný
alþjóðahyggja, að við deilum kjörum hvert með öðru.
Hinar andstæðu hemaðarblokkir geta aldrei grætt þau sár; þær byggja starf
sitt, samkvæmt skilgreiningu, á því að sundra mönnum.
101