Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 123
Umsagnir um bœkur verður auðvitað að taka til greina þaer sérstöku aðstæður sem þetta fólk lifir við, stofnunina og óvissuna um framtíðina. Sólin og skugginn er vitaskuld háð takmörkunum hins alvarlega, sálfræðilega raunsæis, sá sem leitar þar að þeim húmor eða skáldskap sem ummyndar veruleikann fyrir augum okkar mun ekki finna. Fríða Sigurðardóttir hefur farið mjög vel af stað sem rithöfundur en ég hef á tilfinning- unni að vilji hún gera enn betur þurfi hún að leggja til atlögu við takmarkanir hins sálfræðilega og félagslega raunsæis. Þetta er ekki sagt tii að draga úr gildi þess sem hún hefur þegar gert, því að Sólin og skugginn er vönduð saga sem glímir við mikilvæg mannleg vandamál. Vésteinn Ólason. ÉG HELD AÐ BRÁÐUM HEFJIST LÍFIÐ Fyrstu bækurnar sem Ólafur Haukur Símonarson sendi frá sér voru ljóðabækur, eins og menn muna, og önnur í rööinni hét Má ég eiga við þig orð (1973), fyrsta útgáfubók SÚR, Samtaka úngra rithöf- unda. Þessi ljóðabók varð af einhverjum ástæðum einskonar húsljóðabók undirrit- aðs gagnrýnanda enda afburðanotadrjúg til heimilisbrúks. Varla var svo farið í bað að maður væri ekki „nýbaðaður og hress" eftir, jafnvel „nýböðuð þjóð og hress“, það fór um mann „þjóðernishrollur" við ýmis tækifæri og oft fannst mér í strætó eins og einmitt í dag hefðu „allir samein- ast um að éta úldinn hund í hádegismat". I ljóðabók þessari má finna mikinn mannskilning, ást á fólki og auðmýkt gagnvart undrinu að vera til. Síðan Má ég eiga við þig orð kom út hefur Ólafur Haukur orðið þekktur rit- höfundur með þjóð sinni, skrifað vinsælt leikrit og lofaðar skáldsögur sem eru ólikar ljóðunum að efni og boðskap, en því er gamla ljóðabókin dregin fram í dagsljósið nú að nýjasta bók Ólafs, Al- manak jðóvinafélagsins (Mál og menning, 1981), minnir um margt á hana. Eins og hún er almanakið ný húslestrarbók, bók til að lesa sér til um lífsvisku hvunndags- ins á hverjum morgni áðuren haldið er til vinnu. Til dæmis er gott að láta minna sig á, að „það skilur enginn þjóðfélagið fyrr- en hann hefur lesið Marx og byggt sér hús“ (58), eða (53): Timbrið kennir okkur að hugsa rökrétt. Timbrið streitist á móti rökleysunni. Timburhús lúta lög- málum sem steinsteypuhús lúta ekki. Steinsteypan er vandmeðfarið efni og hættulegt afþví jafnvel ruglukollarnir geta byggt úr því. Þeir dengja í það járnbindíngu og reisa tilgerðinni og fáránleikanum minnismerki. Steinsteypan segir ekki eins og timbrið: híngað og ekki lengra! Að formi til er Almanak jóðvinafélags- ins óhefðbundin dagbók þótt ekki séu færslur daglegar. Hún byrjar á 1050. degi og telur niður í misstórum stökkum um 270 daga, einn meðgöngutíma, til 780. dags. Frá vetri, um sumar, til hausts; þá fæðist það barn sem til var stofnað í bók- arbyrjun. TMM VIII 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.