Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 126
Tímarit Máls og menningar Eina vonin er aðpróa nýjan stíl segir rithöfundurinn viÖ Ríkið. Mann- kynsástarsaga eins og hér um ræðir er erfið í stil og væri hægt að hugsa sér ýmiskonar efnistök. Ólafur Haukur hefur valið að hafa sína úthverfa, einfalda á ytra borði vegna þess að undir niðri segir hún flókna hluti. Umfram allt er hún bæði efnislega og stíllega byggð upp af andstæðum eins og hvað eftir annað hefur komið fram. Gegn milljónadauða er stefnt einu jóðlífi, gegn svo yfirþyrmandi efni er stefnt barnalegum sögumanni og ýktri persónu- sköpun, týpum sem minna á látbragðs- leikara, gegn viðkvæmni er stefnt gal- gopahætti og fyndni. Þó verður textinn stundum ein tilfinning (77): — En þetta ert líka þú sem ert að fæðast uppá nýtt þarna inni, segir hún, þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þitt fyrsta orð, þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun, þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þitt fyrsta ljóð. Raunar þarf ekki að undra mann þótt stíll Almanaks jóðvinafélagsins sé Ijóð- rænn því bókin ber undirtitilinn „ljóð- saga“. Og eins og Má ég eiga við þig orð er þessi ljóðsaga tilvalin handa fólki sem aldrei les ljóð. Sömuleiðis er hún upplögð handa þeim sem hafa gaman af ljóðum. Og hún er bðkin fyrir þá sem elska ljóð! Frágangur á bókinni er fallegur og kápumyndin hennar Sigrid Valtingojer af óléttu stúlkunni og friðardúfunni sem stígur upp af brjósti hennar fellur undur- vel að efni og anda bókar. Silja Aðalsteinsdóttir. ALDARFARSSÖGUR Fyrsta útgefna skáldverk Fríðu Á. Sigurð- ardóttur, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegtj hefur hlotið óvenju hlýlegar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og er að ýmsu leyti vel að þeim viðtökum komið. Efniviður þessara sagna er nærtækur, þær gerast allt umhverfis okkur, í íslensku nútíma þéttbýlissamfélagi. Annað sam- eiginlegt einkenni þeirra er raunsæislegur frásagnarháttur sem höfundur fer kunn- áttusamlega með. Að öðru leyti eru sögurnar fjölbreyttar að gerð og efni innan þessa ramma. Meg- ininntak margra þeirra er einhvers konar lífsuppgjör. Skrifstofumaður, sléttur og felldur, er hættur að geta sofið á nóttunni og fer því að skrifa ævisögu sína. Það sem við lesum er þ6 ekki sú saga heldur hug- renningar hans, innra eintal meðan hann situr við skriftir. Fyrrverandi hjón hittast af tilviljun eftir langan aðskilnað og samlíf þeirra rifjast upp. Valdamaður rif)ar upp ævi sína í einveru og vill söðla um og hefja nýtt líf, en um seinan. Húsmóðir og lág- launakona rifjar upp draum sinn sem birtir lífshlutskipti hennar í hnotskurn. Þessar „ævisögur" hafa mjög keimlíkan boðskap að flytja. Þarna er fjallað um firr- ingu og bælingu mannskepnunnar og eftirsókn eftir gagnslausum verðmætum. Hefðbundið kvennahlutskipti, mótun og bæling kvenna, kemur einnig víða við sögu, sbr. söguna Drauminn sem síðast var getið og Bréf til systur þar sem kona lýsir sjálfri sér og svipar reyndar talsvert til aðalpersónunnar Sigrúnar i skáldsögunni 1 Skuggsjá, Hafnarfuði 1980. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.