Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 127
Umsag/iir um bxkur Sólinni og skugganum sem ritdæmd er annars staðar í þessu hefti. Höfundi er mikið niðri fyrir í öllum þessum sögum og stundum finnst manni óneitanlega að boðskaparhneigðin verði of fyrirferðarmikil og sveigi söguefni og sögutón að sínum kröfum. í upphafssög- unni, um fulltrúann svefnlausa, og þeirri síðustu, um drauminn, er lesanda t.a.m. fátt skilið eftir til að geta í eyðurnar, svo umhugað er höfundi um að koma sínum skilningi á framfæri. Víða er þetta gert með kunnáttusamlegri fleygun söguefnis- ins, en ýmis þeirra atriða hefðu betur verið skráð milli línanna. Svo að dæmi sé tekið er eitt meginatriði draumsins í samnefndri sögu málverk sem konunni finnst hún mála í björtum, „syngjandi litaflötum“ og er forsmáð af fjölskyldunni og umheim- inum. Þetta atriði verður talsvert flatn- eskjulegra þegar það tengist vitneskj- unni um að konan hefur í raun og veru gert mynd sem fjölskyldunni þótti of litsterk til að passa í stofunni. Fríða Á. Sigurðardóttir kann þá list að segja vel sögu. Besti vitnisburður þess er sagan Ein örfleyg stund, einhver áhrifa- mesta smásaga sem ég hef lengi lesið. Að- alpersónan er fátæk, lítil stúlka sem hefur vingast við dóttur skólastjórans og sér allt í kringum hana í fagurbláum hillingum. Hún kemur heim til vinkonu sinnar og verður þess þá áskynja að ekki er allt sem sýnist. Um leið verður henni ljóst að hún á ekki afturkvæmt í þetta fallega hús, að hún á annars staðar heima. Þarna er tveimur heimum teflt meistaralega saman með fáum, öruggum dráttum, næmum persónulýsingum og yfirvegaðri beitingu á sjónarhorni. Söguefnið er látið njóta sín, persónur leiddar saman til raunverulegra átaka án þess að niðurstaðan sé fyrirfram gefin. Um leið opnast lesandanum sýn inn í kviku þess mannlífs sem lýst er. Minnisstæðar verða ýmsar aðrar, veiga- minni sögur. Sagan Spegill er vel gerð saga, hún er öll samtal tveggja stráka sem ráða má af ýmislegt um heimilislíf þeirra beggja, þjóðlífið og aldarfarið. í sögunni Á fömum vegi sest gömul skrafskjóða inn í strætisvagn og tekst að koma af stað samræðum meðal fólksins sem situr þar af hendingu og bíður vagnstjórans. Um leið sjáum við í hug hvers og eins og kynn- umst ofurlitlum þverskurði mannlífsins í kring. í þessum sögum nýtist kímnin Fríðu afar vel og mætti reyndar víðar skjóta upp kollinum. Eins eru örfá hliðar- hopp út fyrir raunsæisrammann forvitni- leg, einkum i upphafssögunni, og gefa fyrirheit um að höfundur eigi þar ónumin lönd. Þorleifur Hauksson. Steinunn Sigurdardóttir: SÖGUR TIL NÆSTA BÆJAR Iðunn Reykjavík 1981. í þessum átta sögum bregður skáldið sér í allra kvikinda líki þótt kvenfólk sé alls- staðar þungamiðjan. Á sinn hátt gefur Steinunn langt nef því regluboði sem sumir taka fyrir raunsæi og segir að aðeins sé hægt að skrifa vel um það sem maður þekkir. Steinunn virðist frekar hallast á sveif með Flaubert, sem taldi að skilyrði fyrir því að skrifa vel um eitthvað, væri að þekkja það ekki og geta þar af leiðandi 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.