Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 130
Tímarit Máls og menningar Framhald af bls 7. áfram innan hverrar stéttar fyrir sig. I þeim átökum breytist hugarfariÖ hægar en lögin. ÞaÖ er m.a. af því að þar er komið aö viðkvæmasta hluta vandans, sem hvorki kvennaframboð né klassísk pólitík geta leyst til hlítar. Þar er komið að því að leysa hinn raunverulega vanda nútímakonunnar og kannski kvenna allra alda, hinn ævarandi vanda og eilífu klemmu. L'óngunin til að gefa sig börnum sínum og nauðsynin á að gera það ekki ef konan á að standa sig á við karlmanninn í ytri hring samkeppnisþjóðfélagsins er klemman sem klípur hana fastast. Til þess að losna að fullu úr þeirri klemmu yrði konan að afsala sér því mikilvægasta í kynhlutverki'sínu, — sínum hluta í æxluninni — sem gerir óhjákvæmilega allt aðrar og meiri kröfur til hennar en karlmannsins. En það gerir konan mjög ógjarnan. Ekki bara af frumstæðri hvöt til að viðhalda sjálfri sér og mannkyninu, heldur líka vegna þess aö hún elur í brjósti sér óljósan grun um að þar sé sjálf hamingjan fólgin. Og hver er reiðubúinn að afsala sér hamingjunni fyrir misviturt jafnrétti mælt í grömmum og sentímetrum? Það verður þvi áfram svo enn um hríð að kona sem lætur undan löngun sinni til að eignast börn er í klemmu. En það þjóðfélag sem hefur áhuga á því að njóta krafta hennar og hæfileika á fleiri sviðum reynir að sjálfsögðu að lina spennuna á klemmunni með því að annast með henni uppeldið og deila með henni ábyrgðinni. Það gefur henni kost á og hvetur hana til að takmarka barnafjöld- ann, það býður henni upp á vélvædda aðstoð við heimilisstörfin, það leggur sig fram um að bjóða henni upp á viðunandi málamiðlun. Því málamiðlun er eina lausnin. Og hugarfarsbreyting sem ekki er hægt að lögleiða. Samfara því að konan fikrar sig út á við í þjóðfélaginu þarf karl hennar að fikra sig inn á við, kynnast af eigin raun og læra að virða hin hefðbundnu kvennastörf, þannig að heimar karla og kvenna verði ekki aðskildir heimar, heldur einn samofinn heimur handa nýjum kynslóðum jafnrétthárra einstakl- inga. Okkar tæknivædda veröld býður upp á margvíslega málamiðlun, en það er með hana eins og brauðið, baráttan stendur um það hverjir fái notið. Verður þeim aðeins boðið sem eru saddir fyrir, eða fá hinir eitthvað líka sem hungrar og þyrstir eftir réttlátari skiptingu allra heimsins gæða? Kvennabarátta getur líka verið stéttabarátta. 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.