Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 20
Tímarit Mdls og menningar höfundar að ná til fólks með boðskap sinn annars vegar — hins vegar formviljinn, metnaður sem beinist einkum að því að skapa góðan skáldskap. Lýsing Klöru Sig., sem klárar sig ekki á neinu en er upp á karla komin, sem hefur vissulega vakta vitund um sig sem konu en fátt annað, sem setur allar réttu skoðanirnar sem hún hefur lesið um í vitlaust samhengi, skilur ekki stöðu sína gagnvart eiginmanninum Þresti sem er alltaf á ferð og flugi meðan hún dúsir í búrinu, er uppfull af jafnréttishjali án þess að rétta systrum hjálparhönd, stundar líkamsrækt og ljós sem hneigð virðist vera í sögunni til að álíta hina nýju ópíumneyslu, predikar yfir alþýðumanni svo viss í sinni sök, alltaf svo viss þangað til hún brotnar frammi fyrir spéspegl- um sálarinnar í nóttinni — þessi lýsing á býsna margt sameiginlegt með kvenlýsingu Guðlaugs Arasonar sem fyrr var rakin og þá ekki síður það alþýðlega mótvægi sem sett er fram til að afhjúpa yfirstéttarjafnréttisfröm- uðinn. Og aðferðin: að reka söguna einkum áfram með rökræðum sem reynt er að gera trúverðugri með því að drita talmálsslettum hér og hvar í annars skipulegan textann — „ég meina sko annars hérna þarna“ — og afhjúpunin, eða öllu heldur árásin á væntanlegan viðtakanda bókarinnar, lesandann, sem helst má vænta að sé tepruleg og vel menntuð jafnréttissinn- uð kona, og er nokkuð gert til að stuða með „hressilegu og hispurslausu tungutaki“ — þetta minnir hvort tveggja á Vík milli vina Ólafs Hauks Símonarsonar þar sem jákvæð gildi bókarinnar voru reyndar tengd konum á borð við Klöru Sig, eiginkonum dáðlausra arkitekta, en sú stétt virðist af einhverjum ástæðum vinsæll skotspónn nýraunsæispenna. Nýjung Stefaníu felst einkum í því að láta fyrirmyndarpersónurnar dúsa utansviðs, enda hefur slíkt fólk reynst nýraunsæispennum allþungt í skauti, verið furðu þvingað í sínu eðlilega jákvæði. Hvert stefnir? Hinir eldri raunsæishöfundar höfðu viðmið sveitarinnar sem þeir gátu stefnt gegn borginni, nýraunsæju höfundarnir höfðu hugsjón um réttlátt þjóðfélag sem þeir létu einhverja málpípuna sína segja fávísum frá; Stefanía og Guðlaugur hafa hvort með sínum hætti snúist gegn þeirri manntegund sem áður var málpípa og Guðbergur hafði raunar tætt í sig í Hjartað býr enn í helli sínum, bækur þeirra eru uppgjör við óheilindi hins menntaða og upplýsta einstaklings sem þykist vita hvað öðrum sé fyrir bestu. Arkitektum og félagsráðgjöfum ætti þá að vera nægilega úthúðað í íslenskum bókmenntum að sinni. Pétur Gunnarsson fór aðrar leiðir: reyndi í Andraflokki sínum að lýsa aðeins Reykjavík án þessa síáleitna viðmiðs sveitar eða framtíðarþjóðfélags- ins, þótt ekki færu róttækar skoðanir hans milli mála. Lesendur brugðust við bókum hans með því að segja: já einmitt, já svona, svona var það einmitt 146
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.