Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 24
Tímarit Máls og menningar fremur á sökótt við lífið sjálft en mannfélagið. Hann á sér ekki stað eins og smælinginn, hlutdeildarlaus í tíma annars fólks. Viðfangsefni nýju smásög- unnar var öðru fremur tilvist þessa einstaklings: tvíleikur lífs og dauða, ein- semdin, markleysið, angistin. 2 Hvað er módernískur texti? Eg hygg að skilgreining verði meðal annars að miðast við hvernig háttað er venslum sjálfs (súbjekts) og umheims (objekts) innan textans. Ganga verði og út frá formgerð hans í heild sinni en ekki einangruðúm formþáttum eða hugmyndum eins og oft hefur verið gert. Túlkendur hafa til dæmis ósjaldan bent á að neikvæð manns- og heimssýn einkenni móderníska texta. Það er að vísu rétt; fánýti og upplausn reglu, fjarstæða og takmörkun eru meginviðfangsefni margra módernista. Eigi að síður er varhugavert að binda ofangreind hugtök við nútímalíf og nútímabókmenntir. Þau eiga sér upphaf í djúpstæðri tilvistarreynslu sem ekki er ný af nálinni, enda hefur mannlegt sálarlíf lítið breyst í aldanna rás. Það sem máli skiptir við skilgreiningu er ekki aðeins hvað er sagt í textanum heldur og hvernig það er sagt. „Módern" lífssýn getur birst í mjög svo hefðbundnu verki sem rökrænn undirtexti eða heimspekileg orðræða í raunsæislegu samhengi. Af mörgum dæmum má nefna Strönd lífsins eftir Gunnar Gunnarsson og Sölku Völku eftir Halldór Laxness. I módernískum verkum lagast hins vegar form og „módern“ sýn í eitt. Formið reynir ekki að dyljast og eyða merkingu sinni líkt og í hefðbundinni frásögn heldur kemur það úr felum sem merkingarbær veruleiki, sem forsenda og tjáning hugsunar, sem hugsun. I mörgum verkum af þessu tagi einkennast vensl sjálfs og umheims af sífelldri togstreitu. Þau eru ekki aðskildar og stöðugar stærðir í verkinu heldur tengjast með síbreytilegum hætti. Sjálfið verður ekki greint frá veru þess í umheiminum fremur en umheimurinn verður skilinn frá veru hans í sjálfinu. Þetta má skýra á eftirfarandi hátt: Köllum þann texta A sem vísa á til ytri veruleika en B þann texta sem tjáir hið huglæga og „óraunverulega“. Nefnum síðan bókmenntirnar C og hlutveru- leikann D. Vensl þessara fjögurra þátta hafa lengstum ráðið flokkun skáld- skapar í stefnur og skóla. I raunsæisverkum er leitast við að aðgreina A og B til þess síðan að geta brætt saman C og D. Þeirri blekkingu haldið að lesandanum að textinn sé „hlutlæg speglun" lífsins sjálfs. I módernískum verkum er hins vegar iðulega reynt að fella saman A og B. Við það skapast togstreita á milli C og D, textinn öðlast sjálfstæða þýðingu sem umsköpun eða myndhverfing reynslu, sem listrænt hugverk. Hann „speglar“ ekki lengur heldur framandgerir vanabundinn veruleika, túlkar hann upp á nýtt. I verkum af þessu tagi raskast oft viðtekin vensl tungumáls og reynslu- 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.