Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 24
Tímarit Máls og menningar
fremur á sökótt við lífið sjálft en mannfélagið. Hann á sér ekki stað eins og
smælinginn, hlutdeildarlaus í tíma annars fólks. Viðfangsefni nýju smásög-
unnar var öðru fremur tilvist þessa einstaklings: tvíleikur lífs og dauða, ein-
semdin, markleysið, angistin.
2
Hvað er módernískur texti? Eg hygg að skilgreining verði meðal annars að
miðast við hvernig háttað er venslum sjálfs (súbjekts) og umheims (objekts)
innan textans. Ganga verði og út frá formgerð hans í heild sinni en ekki
einangruðúm formþáttum eða hugmyndum eins og oft hefur verið gert.
Túlkendur hafa til dæmis ósjaldan bent á að neikvæð manns- og heimssýn
einkenni móderníska texta. Það er að vísu rétt; fánýti og upplausn reglu,
fjarstæða og takmörkun eru meginviðfangsefni margra módernista. Eigi að
síður er varhugavert að binda ofangreind hugtök við nútímalíf og
nútímabókmenntir. Þau eiga sér upphaf í djúpstæðri tilvistarreynslu sem
ekki er ný af nálinni, enda hefur mannlegt sálarlíf lítið breyst í aldanna rás.
Það sem máli skiptir við skilgreiningu er ekki aðeins hvað er sagt í textanum
heldur og hvernig það er sagt. „Módern" lífssýn getur birst í mjög svo
hefðbundnu verki sem rökrænn undirtexti eða heimspekileg orðræða í
raunsæislegu samhengi. Af mörgum dæmum má nefna Strönd lífsins eftir
Gunnar Gunnarsson og Sölku Völku eftir Halldór Laxness. I módernískum
verkum lagast hins vegar form og „módern“ sýn í eitt. Formið reynir ekki
að dyljast og eyða merkingu sinni líkt og í hefðbundinni frásögn heldur
kemur það úr felum sem merkingarbær veruleiki, sem forsenda og tjáning
hugsunar, sem hugsun. I mörgum verkum af þessu tagi einkennast vensl
sjálfs og umheims af sífelldri togstreitu. Þau eru ekki aðskildar og stöðugar
stærðir í verkinu heldur tengjast með síbreytilegum hætti. Sjálfið verður
ekki greint frá veru þess í umheiminum fremur en umheimurinn verður
skilinn frá veru hans í sjálfinu. Þetta má skýra á eftirfarandi hátt: Köllum
þann texta A sem vísa á til ytri veruleika en B þann texta sem tjáir hið
huglæga og „óraunverulega“. Nefnum síðan bókmenntirnar C og hlutveru-
leikann D. Vensl þessara fjögurra þátta hafa lengstum ráðið flokkun skáld-
skapar í stefnur og skóla. I raunsæisverkum er leitast við að aðgreina A og B
til þess síðan að geta brætt saman C og D. Þeirri blekkingu haldið að
lesandanum að textinn sé „hlutlæg speglun" lífsins sjálfs. I módernískum
verkum er hins vegar iðulega reynt að fella saman A og B. Við það skapast
togstreita á milli C og D, textinn öðlast sjálfstæða þýðingu sem umsköpun
eða myndhverfing reynslu, sem listrænt hugverk. Hann „speglar“ ekki
lengur heldur framandgerir vanabundinn veruleika, túlkar hann upp á nýtt.
I verkum af þessu tagi raskast oft viðtekin vensl tungumáls og reynslu-
150