Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 26
Tímarit Máls og menningar dauðinn. Segja má að hver sneið um sig brjóti niður merkingu sína, því að þverstæðum er án afláts teflt saman: innangarðs er utangarðs, samveran einsemd, ljósið myrkur, ástandið óviðunandi uns dregur að lokum. Sögur af þessu tagi eru oft íronískar. Höfundur horfir niður til söguhetju sinnar og afhjúpar einfeldni hennar og fáráða von með háðslegum hætti. Merkingin þá tvöföld. Gott dæmi er Jólasaga eftir Geir Kristjánsson, þar sem örlögum utangarðsmanns er lýst með kuldalegum hálfkæringi. Svipaða fjarlægð er ekki að finna í Sunnudagskvöldi, stíllinn er allt annar. Engu að síður kemst lesandinn ekki hjá því að lesa söguna á íronískan hátt, því að sögukonan lætur stjórnast af lítt vituðum óskum, ósjálfráða og bernsk, varnarvana, dæmd til ósigurs. I sögunni er einnig að finna augljósa íroníu í barnslegum staðhæfingum, sem stangast á við atburði. Þær skapa fjarlægð á milli lesenda og persónu, efa, vantrú. I Sunnudagskvóldi er lýst taktlausu og óskynsömu lífi, sveiflukenndu. Sögukonan er barnsleg í einlægni sinni, náttúrleg, og ótrúlega fljót að gleðjast brosi sól um stund og einhver sýnir henni blíðuhót. Hún stjórnast líkt og barnið af kenndum sínum og ástríðum, togast á milli andstæðra skauta, mótsagnakennd. Togstreituna í sálarlífi hennar má skýra með tilvísun í Freud, sem hélt því fram að í sál hvers manns ætti sér stað barátta á milli vellíðunarlögmáls og veruleikalögmáls. Markmið hins fyrra felst að hans dómi í tafarlausri fullnægingu hvata; þær hafa enga biðlund og sækjast eftir svölun án tillits til aðstæðna. Freud benti á að hver einstaklingur lýtur stjórn þeirra í bernsku. Hins vegar lærist honum smám saman að full og tillitslaus útrás getur stofnað honum og umhverfinu í hættu. Hann venst því að bæla náttúrlegt eðli sitt, skerða og/eða göfga hvatirnar. Skynsemin nær tökum á sálarlífi hans — veruleikalögmálið. Að mati Freuds stafar bælingin öðru fremur af nauðsyn lífsbaráttunnar. Hún krefst strits og framleiðni, því að menn verða að afla sér brauðs til að lifa af. Mönnum er og nauðugur einn kostur að hemja hvatir sínar vilji þeir hafa með sér skipulegan félagsskap. Lékju frumlægar ástríður lausum hala leystust öll form upp, samfélagsregla og siðmenning liðu undir lok, enda hefur manneskjan komið sér upp ýmis- konar varnarháttum í gegnum tíðina. Einn þeirra er yfirsjálfið sem siðvæðir manninn innan frá og breytir ytri kröfum í innri nauðsyn: samvisku, velsæmistilfinningu o. s. frv. Freud taldi að sú andstæða sem hér hefur verið lýst væri algild og óbreytanleg. Aðrir hafa hins vegar sýnt fram á að sum samfélagsform hafa í för með sér meiri bælingu en önnur. Einn þeirra, Herbert Marcuse, hefur bent á að frelsisskerðingin sé háð sögulegum aðstæðum. I borgaralegu samfélagi séu mannlegar frumþarfir til dæmis skertar meira en lífsbarátta og sambýli krefjast, fjölskylduform þess og sam- skiptareglur feli í sér of-bælingu eða nauðung.5 152
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.