Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 30
Tímarit Máls og menningar Göturnar voru auðar og undarlega þögult. Húsin höfðu lokað augunum og voru í fastasvefni. Götuljósin stóðu einmana vörð í myrkrinu, án þess að depla auga. Alls staðar ríkti geigvænleg þögn. Fótatak mitt bergmálaði dimmt í björgunum umhverfis. /---/ Eg var dæmd til eilífrar andvöku hjá þessum stjörfu, starandi götuljósum. (10—12) I þessu atriði umturnast hið raunverulega líkt og áður, verður óraunveru- legt. Það er ekki lengur niðurröðun mennskra forma, stigveldi, röklegt og sjálfsagt. Sögukonan reikar um veruleika sem hefur brotið af sér fjötra hefðbundinnar táknunar, eða öllu heldur, hann hefur eins og lokast, snúið við henni baki. Frásögnin geymir sveitasamlíkingu, því að lýst er villu í óbyggðum. Auðnin er hins vegar í hjarta Reykjavíkur: borgin er eyðiland. Sögukonan fer um stræti og verður skyndilega ljóst að hvergi er „spor- rækt“: Ég gat enga slóð rakið, og enginn gat fundið mig; ég átti enga slóð að baki. Mér skildist, að heimurinn, sem ég leitaði að, var horfinn, gleðin á brott og hvergi fylgd að fá. (12) Hún er týnd eins og förumaður í eyðimörk, dæmd og útskúfuð, líkir og sjálfri sér við Krist á krossinum. A þessu stigi víkkar upplifunin og fær trúarlega, kosmíska vídd. Sögukonan upplifir á reiki sínu guðlausa veröld, og skilur „hvernig Jesú leið á krossinum, þegar hann kallaði og spurði Guð, hví hann hefði skilið hann eftir einan“ (12). Hún er sú bersynduga, með öllu ein og hefur meira að segja gleymst Kristi, sjálf þó píslarvottur eins og hann. Glötunarkenndin verður hvað mögnuðust í eftirfarandi málsgrein: „Hljóð- ið kastaðist frá einu steinbákninu til annars og bergmálaði út í endalausar fjarlægðir“ (12). Op hennar. Á reiki sínu dregst hún að ystu mörkum og upplifir endanleika sinn, tómið, gefur loks upp alla vörn, sest flötum beinum á götuna og grætur eins og „dauðhrætt barn“. I svartri þögn. Eyðilandi. 2. Ferlið að innan og út hefur útvíkkaða og táknræna merkingu í Sunnudagskvöldi. Sé grannt lesið kemur í ljós að allar sögusneiðarnar búa yfir því. Það geymir og þann klofning sein er á sálrænu, félagslegu og kosmísku sviði sögunnar. Uti er demónsk kvöl, vöntun og aðskilnaður. Inni er möguleg samvera, fylling og ást. Sögukonunni er að jafnaði hrundið út uns dregur að lokum, því að síðasta sneiðin brýtur formið eins og síðar greinir. Sviðsetningin á þannig stóran þátt í merkingarsköpun sögunnar, hinu „raunverulega“ efni er gefið táknrænt gildi. Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson) beitti svipaðri aðferð í smásögu sinni Siggu-Gunnu (1910). Astæða er til að lýsa þeirri sögu stuttlega til sam- anburðar. I upphafi hennar segir: „Tíðin var slæm. Regn og hryssingar, 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.