Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 79
Þrjú gögn mynd, svip róttækis og samúðar með verkalýðnum verður allur skáld- skapurinn að bera. En þegar dýpra er litið, kemur í ljós, að stóryrðin eru fyrirsláttur, jafnóðum tekin aftur, og samúðin yfirskinshræsni. Burgeisarnir skilja þetta og sætta sig vel við skammirnar. Skáldunum er veitt ótakmarkað frjálsræði til að segja, hvað sem vera skal, en jafnframt bent á, að þetta sé skáld, og því þurfi ekki að taka mark á duttlungum þeirra. Sú hugsun er barin inn hjá fólki (og skáldin sjálf túlka hana), að skáldin standi utan og ofan við þjóðfélagið, séu hlutlausir áhorfendur, endurspeglendur lífsins í hverri mynd. Og allra róttækustu skáldin eru sek um þetta sama borgaralega viðhorf. Halldór Kiljan Laxness, sem nú orðið skilur vafalaust hið sögulega byltingarhlutverk verkalýðsins, leggur höfuðáhersluna á sköpun listaverka, en ekki hið byltingarsinnaða inntak þeirra. Og Þorbergur Þórðarson er fanginn af tilbeiðslunni á hinn frjálsa anda, óháðan stéttabaráttu. Og hvað er þá um aðra borgaralegri! Sameiginlegt er þeim öllum að þvo hendur sínar af böli þjóðfélagsins, þykjast hafnir yfir stéttabaráttu og að benda á andann eða eilífðina sem lækning allra meina. Svona er um Davíð, þrátt fyrir það, að hann yrkir kvæði um spilling auðvaldsins. Jakob Thorarensen og Tómas Guðmundsson yrkja eins og engin kreppa sé til og eins og þeir hafi ekki lifað í þjóðfélaginu. Jafnaðarmennirnir Brekkan og Hagalín flýja yfir til liðins tíma. Kamban flýr að vísu ekki frá kröfum tímans, en kemur með fáránlegar tillögur og er háborgaralegur snobb. En afstaða Kambans sýnir öllu öðru betur, hve menning auðvaldsins er sundurgrotin. Sjálf borg- araskáldin deila á hana og hafa ekki hug til að flytja ídeologíu þess, eru öll flúin undan merkjum, yfir í smáborgaralegan, sósíaldemokratískan hugsun- arhátt, fríhyggju og hlutleysi. Að sama skapi og prestarnir eru hörfaðir frá því að verja kirkjuna og skipa sér í þess stað til varnar trúrækninni, hafa auð- valdsskáldin hörfað af vettvangi auðvaldsins frá boðskapnum um einstakl- ingsframtak, frjálsa samkeppni, rétt hins sterkari o. s. frv. yfir á friðsælla svið málamiðlunar og hlutleysisboðskapar.4 Einn höfuðþátturinn í starfsemi byltingarsinnaðra rithöfunda hér á landi hlýtur að verða ádeilan á borgaramenninguna og auðveldið. Það liggur í augum uppi, að við verðum að beina þeirri ádeilu að þeirri mynd auðvalds- ins, sem hættulegust og áhrifamest er. Það sem eg hef sagt hér á undan um borgaraskáldin, ætti að geta hjálpað til að skýra fyrir mönnum, að ádeilan á sjálfa ídeologíu auðvaldsins hlýtur að missa marks eða vera tilgangslítil, þar eð í rauninni ekkert borgaraskáldið flytur hana, og hinir róttæku höfundar hafa unnið það verk. Adeila hinna byltingarsinnuðu rithöfunda hlýtur að snúast gegn borgaramenningunni í hinni nýju mynd hennar, gegn boð- skapnum um hlutleysi skáldanna, gegn flóttanum yfir til liðins tíma eða út í spiritisma, dulspeki o. s. frv. Hin byltingarsinnuðu skáld verða miskunnar- 205
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.