Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 79
Þrjú gögn
mynd, svip róttækis og samúðar með verkalýðnum verður allur skáld-
skapurinn að bera. En þegar dýpra er litið, kemur í ljós, að stóryrðin eru
fyrirsláttur, jafnóðum tekin aftur, og samúðin yfirskinshræsni. Burgeisarnir
skilja þetta og sætta sig vel við skammirnar. Skáldunum er veitt ótakmarkað
frjálsræði til að segja, hvað sem vera skal, en jafnframt bent á, að þetta sé
skáld, og því þurfi ekki að taka mark á duttlungum þeirra. Sú hugsun er
barin inn hjá fólki (og skáldin sjálf túlka hana), að skáldin standi utan og
ofan við þjóðfélagið, séu hlutlausir áhorfendur, endurspeglendur lífsins í
hverri mynd. Og allra róttækustu skáldin eru sek um þetta sama borgaralega
viðhorf. Halldór Kiljan Laxness, sem nú orðið skilur vafalaust hið sögulega
byltingarhlutverk verkalýðsins, leggur höfuðáhersluna á sköpun listaverka,
en ekki hið byltingarsinnaða inntak þeirra. Og Þorbergur Þórðarson er
fanginn af tilbeiðslunni á hinn frjálsa anda, óháðan stéttabaráttu. Og hvað er
þá um aðra borgaralegri! Sameiginlegt er þeim öllum að þvo hendur sínar af
böli þjóðfélagsins, þykjast hafnir yfir stéttabaráttu og að benda á andann
eða eilífðina sem lækning allra meina. Svona er um Davíð, þrátt fyrir það, að
hann yrkir kvæði um spilling auðvaldsins. Jakob Thorarensen og Tómas
Guðmundsson yrkja eins og engin kreppa sé til og eins og þeir hafi ekki
lifað í þjóðfélaginu. Jafnaðarmennirnir Brekkan og Hagalín flýja yfir til
liðins tíma. Kamban flýr að vísu ekki frá kröfum tímans, en kemur með
fáránlegar tillögur og er háborgaralegur snobb. En afstaða Kambans sýnir
öllu öðru betur, hve menning auðvaldsins er sundurgrotin. Sjálf borg-
araskáldin deila á hana og hafa ekki hug til að flytja ídeologíu þess, eru öll
flúin undan merkjum, yfir í smáborgaralegan, sósíaldemokratískan hugsun-
arhátt, fríhyggju og hlutleysi. Að sama skapi og prestarnir eru hörfaðir frá
því að verja kirkjuna og skipa sér í þess stað til varnar trúrækninni, hafa auð-
valdsskáldin hörfað af vettvangi auðvaldsins frá boðskapnum um einstakl-
ingsframtak, frjálsa samkeppni, rétt hins sterkari o. s. frv. yfir á friðsælla
svið málamiðlunar og hlutleysisboðskapar.4
Einn höfuðþátturinn í starfsemi byltingarsinnaðra rithöfunda hér á landi
hlýtur að verða ádeilan á borgaramenninguna og auðveldið. Það liggur í
augum uppi, að við verðum að beina þeirri ádeilu að þeirri mynd auðvalds-
ins, sem hættulegust og áhrifamest er. Það sem eg hef sagt hér á undan um
borgaraskáldin, ætti að geta hjálpað til að skýra fyrir mönnum, að ádeilan á
sjálfa ídeologíu auðvaldsins hlýtur að missa marks eða vera tilgangslítil, þar
eð í rauninni ekkert borgaraskáldið flytur hana, og hinir róttæku höfundar
hafa unnið það verk. Adeila hinna byltingarsinnuðu rithöfunda hlýtur að
snúast gegn borgaramenningunni í hinni nýju mynd hennar, gegn boð-
skapnum um hlutleysi skáldanna, gegn flóttanum yfir til liðins tíma eða út í
spiritisma, dulspeki o. s. frv. Hin byltingarsinnuðu skáld verða miskunnar-
205