Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 106
Eyjólfur Kjalar Emilsson Verðleikar og sannleikur Þorsteinn Gylfason um réttheti í Skírni 1984 birtist löng ritgerð eftir Þorstein Gylfason sem hann nefnir „Hvað er réttlæti?“' Stærsti hluti ritgerðarinnar er gagnrýni á ýmsar kenningar heimspekinga og hagfræðinga um siðferði. Harðasta útreið fá kenningar frjálshyggjumannanna Friedrichs Hayek og Roberts Nozick, en Þorsteinn tekur einnig fyrir og gagnrýnir marxískar kenningar, sáttmála- kenningu bandaríska heimspekingsins Johns Rawls, manngildiskenningu Gregorys Vlastos og fleiri. Að endingu reifar Þorsteinn sínar eigin hug- myndir um siðferði og þó einkum um réttlæti, og setur fram frumlega og athyglisverða skoðun sem hann nefnir sannmreliskenningu um réttlæti. Skemmst er frá því að segja að ritgerð Þorsteins er ítarlegasta og að mínum dómi besta ritsmíð um efni af þessu tagi sem birst hefur á íslensku til þessa: hún er í senn full af skarplegum athugunum, lærdómi og skemmti- legheitum. Mjög margt af því sem þar er að finna get ég líka heilshugar tekið undir. Ekki þó allt, og síst lausn Þorsteins á gátu þeirri sem hann er að fást við, hvað réttlæti sé. Hér á eftir ætla ég að ræða hugmyndir Þorsteins um þetta efni og bera fram nokkur andmæli við þeim. I upphafi ritgerðarinnar og svo aftur í lokakaflanum kemur fram að Þorsteinn telur réttlæti ráðast af verðleikum. Þessa skoðun orðar hann á þá leið að réttlæti sé „það sem manni ber, það sem hann á skilið" (159). Þessa hugmynd fléttar hann saman við aðra hugmynd og undarlegri við fyrstu sýn sem kveður svo á að réttlæti sé sannmæli (214). Utkoman úr þessu er svo drög að kenningu sem hefur afar víðtækar afleiðingar, snertir til dæmis mannréttindi og jafnvel sjálfa skipan samfélagsins.2 Hyggjum fyrst að verð- leikahugmyndinni sem slíkri. Einn kostur sem Þorsteinn sér við að gera verðleika að hornsteini réttlæt- isins er sá að „verðleikar fólks ráðast ekki af mannasetningum eins og þarfir þess gera“ (209). Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að Þorsteinn telur eins og margir aðrir að réttlætið sé algilt en ekki afstætt (212). Ekki gengi að láta algilt réttlæti hvíla á einskærum mannasetningum sem samkvæmt eðli sínu eru afstæðar fremur en algildar (205). Annar höfuðkostur þessarar verð- leikakenningar er að dómi Þorsteins sá að hún sé allt að því barnslega 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.