Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 108
Tímarit Máls og menningar ræðst ekki af hvötum manns eða ætlan fremur en hvort maður segir satt eða ósatt. En Þorsteinn vill ganga lengra en að segja að sterkur svipur sé með réttlætinu og sannleikanum, því eins og fram kemur í orðunum sem höfð voru eftir honum hér að ofan um sannmæliskenninguna vill hann meina að með einhverjum hætti sé rétthetib sannleikur. Þetta þýðir að ranglætið er orðið afbrigði af lygi. Obrotin lygi er alvarleg en útbreidd yfirsjón, auk þess sem hún hefur þann vafasama heiður að vera hin upphaflega synd. Nú hefur vegur lyginnar í ríki lastanna enn aukist þar sem búið er að gera sjálft ranglætið að afbrigði hennar. En auðvitað getur ranglæti ekki verið bara hvaða lygi eða ósannindi sem er, og það veit Þorsteinn mæta vel. Þess vegna þarf hann að segja eitthvað um hver sé sérstaða réttlætisins meðal sanninda og ranglætisins meðal ósanninda. Hér kemur verðleikahugmyndin til sögunnar. Af fyrstu atrennu Þorsteins að þessu viðfangsefni (sbr. það sem sagt er um róginn hér að ofan) má álykta að hann telji réttlætið vera sannleikann um verðleika okkar hvers og eins og ranglætið þá ósannindi og stundum lygi um þessa verðleika. Endanlega niðurstöðu hans má líta á sem nánari útfærslu og fágun á þessu. En hugum fyrst að þeirri skoðun að ranglæti sé ósannindi um verðleika okkar. Fyrst er að nefna að ranglæti kemur að jafnaði fram í breytni fólks hvers við annað. Kaupmaðurinn í Jóhannesarborg sem Þorsteinn tekur dæmi af gerir til dæmis meira en að segja með orðum eða látæði sínu að svertinginn sem meinað er um afgreiðslu sé óverðugri en hinir. Kannski er það í sjálfu sér ranglátt ef kaupmaðurinn hugsar eða segir eða gefur í skyn með látæði sínu að svertinginn sé óverðugri en hvítu mennirnir. Ranglæti hans verður þó öllu verra þegar hann lætur ekki sitja við orðin tóm eða yfirlýsingarnar einar, og fer að láta verkin tala. Ef ranglæti er ósannindi, þá sýnist mér það hljóti að jafnaði að vera ósannindi sem látin eru í ljósi í verki fremur en að ranglætið sé ósannindin einber. Vert er að benda á að sannleikurinn eða ósannindin sem hér eru í húfi eru þá ekki að jafnaði venjuleg sannindi eða ósannindi sem látin eru í ljósi í máli eða hugsuð hið innra í sálinni, heldur er hér um að ræða verk sem tala og segja satt eða ósatt eftir atvikum. Eg hef í sjálfu sér ekkert að athuga við þá hugmynd að athafnir hafi merkingu. En ýmsar spurningar vakna um það hvernig eigi að hugsa sér þetta. Til dæmis: ber að líta svo á að verkin tali alltaf fyrir geranda sinn og segi það sem hann vildi sagt hafa, eða geta þau, ef svo má að orði komast, talað sjálf? Mér sýnist heilmikið velta á svörunum við þessum og álíka spurningum. Von- andi mun Þorsteinn hafa meira um þetta atriði að segja síðar. Varla geta þó öll verk sem líta má á sem ósannar yfirlýsingar um að einn hafi minni verðleika en aðrir talist ranglæti. Segjum að kaupmaðurinn hefði 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.