Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 111
Verbleikar og sannleikur
við, og ekki heldur sannmælum eða svikmælum eins og Þorsteinn virðist
áður skilja þau orð og eðlilegast er að skilja þau.
Niðurstaðan er þá sú að Þorsteini takist ekki að flétta saman sannmæl-
iskenninguna og verðleikakenninguna. Eftir stendur verðleikakenningin
ein. Hún birtist nú sem sú krafa að „verðleikar mannlegra einstaklinga fái að
koma fram.“ Ég hef haldið því fram á öðrum vettvangi að einhver regla eða
krafa af þessum toga sé frumregla í siðferði og sérstaklega í þjóðfélagslegu
siðferði.4 Ég setti þetta ekki fram sem réttlætiskröfu, heldur taldi ég regluna
helgast af því að það væri best fyrir hvern einstakling að fá að njóta sín og
það að eitthvað sé best fyrir alla taldi ég fullboðlega réttlætingu kröfunnar,
hún þyrfti ekki endilega að vera réttlætiskrafa. Eg veit ekki nema ritgerð
Þorsteins hafi vakið hjá mér efasemdir um þetta: mér sýnist nú að reyndar
kunni að mega setja þessa kröfu fram í nafni réttlætisins.
Eigi að síður hygg ég að enn greini okkur Þorstein nokkuð á eins og
raunar ætti að vera ljóst af því sem fram hefur komið. Ætla ég nú að reyna
að skýra þann ágreining sem ég held að sé, og í leiðinni að freista þess að
telja Þorstein á mína skoðun, sem ég er að vísu ekki mjög bjartsýnn á að
takist.
Eins og ýmsir aðrir heimspekingar á okkar dögum vill Þorsteinn hafna
allri nytjastefnu, sem er sú skoðun að rétt og rangt ráðist með einhverjum
hætti af afleiðingum verka okkar fyrir velferð manna. Þetta þýðir að heill og
hamingja manna, hvað er gott fyrir manneskjurnar, er ekki hornsteinn
siðfræðinnar að hans dómi. Hann telur réttlætið bersýnilega mikilsverðast
siðferðilegra hugmynda, og fremur en að reyna að réttlæta réttlætið með því
að skírskota til góðra afleiðinga þess fyrir líf mannanna telur hann að
réttlætið helgist af sannleikanum og því hvað hver og einn verðskuldar.
Réttlætið er algilt og hafið yfir allan mun á samfélögum manna; það er ríki
út af fyrir sig, og þarfir manna eða heill þeirra og hamingja geta engu um
það breytt. (Þorsteinn segir þetta beinlínis um þarfirnar (207); að þetta sé
meining hans um heill og hamingju líka ræð ég af máli hans almennt.)
Mér virðist á hinn bóginn sjálfsagt að tengja réttlætið því sem gott er fyrir
mennina. I þessu fylgi ég John Stuart Mill og Platóni sem taldi að þótt
réttlætið sé að sönnu voldugt, sé hið góða sjálft þó enn voldugra og að af því
hafi réttlætið birtu sína.5 Fyrst farið er að nefna stór nöfn, þá má benda á að
í þessu tilliti sver afstaða Þorsteins sig fremur í ætt við siðfræði Kants, sem
taldi siðferðisgildi verka óháð afleiðingum þeirra og óháð hamingju mann-
anna yfirhöfuð, og honum virtist siðferðið vera algilt á svipaðan hátt og
Þorsteini réttlætið. Eigi að síður held ég að nánara sé með réttlætinu og heill
mannanna í kenningu Þorsteins, og jafnvel með því og þörfum þeirra, en
hann vill vera láta. Sama er raunar að segja um siðfræði Kants: góðar
237