Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 113
Verðleikar og sannleikur Hefðbundin nytjastefna hefur sætt margvíslegri gagnrýni, og víst er að á henni eru ýmsir snöggir blettir. Einn galli er sá að nytjastefnumönnum hefur hætt til að skilgreina hamingjuhugtakið fremur þröngt sem vellíðan.8 Þetta á þó ekki síður við um andstæðinga nytjastefnunnar sem stilla upp augljóslega fráleitri skoðun, sem enginn hefur haldið fram, og láta svo höggin dynja á henni. Mér virðist að ef nytjastefnan á að verða trúverðug, verði hún að skilgreina velferðarhugtak sitt mjög vítt, þannig að innbyggð séu í það ýmis önnur mannleg verðmæti en vellíðan. Vegna þess að það loðir orðið við nytjastefnuna sú hugmynd að vellíðan sé hið eina sem er eftirsókn- arvert fyrir mannskepnuna, væri ef til vill ekki úr vegi að nota orðið „heillastefna“ um áþekka kenningu sem gengur að víðara velferðarhugtaki vísu.9 Onnur augljós andmæli gegn nytjastefnu eru þau að hún virðist krefjast þess að reglum sem öllum siðuðum mönnum eru hjartfólgnar skuli fórnað fyrir almenna velferð ef þörf krefur: ef það er í þágu almennrar velferðar að senda saklausan mann í gálgann, þá bjóði nytjastefnan okkur að gera svo. Til að takast á við þessi andmæli hafa menn gert greinarmun á athafnanytjastefnu og reglunytjastefnu. Hugmyndin um reglunytjastefnu er sú að reglur eða háttalag geti verið misgóð eins og einstakar athafnir og að það kunni að vera heilladrýgra að tiltekin regla sé skilyrðislaust eða hér um bil skilyrðislaust viðtekin en að hver og einn reyni að meta í hverju einstöku tilviki hvað sé heilladrýgst. Tökum dæmi: oft hendir að sannsögli virðist ekki leiða til mestra heilla af þeim kostum sem okkur eru tiltækir; eigi að síður má leiða rök að því að ef farið væri að gera margar undantekningar í nafni velferðar frá þeirri reglu að segja skuli sannleikann, myndi háttalagið sem þá kæmist á vera ófarsælla en hið fyrra.10 Nytjastefna eða heillastefna er augljóslega heimspekileg alhæfing á því hversdagslega sjónarmiði að gagnsemi verka okkar fyrir mennina og mann- lífið skipti miklu um siðferðilegt réttmæti verkanna. Ég hef gefið í skyn hér að framan að ég renni hýrum augum til einhvers konar heillastefnu. Þetta hefur þó ekki verið útfært hér, enda markmið þessarar ritgerðar annað. Ég vil þó taka fram að ég er ekki endanlega sannfærður um að skynsamlega hugsuð heillastefna dugi ein sér sem allsherjarkenning um allt siðferði, þótt ég geri mér vonir um að svo sé. Aftur á móti er ég sannfærður um að engin siðfræðikenning sem horfir með öllu framhjá sjónarmiði nytjastefnunnar geti gengið upp. Kenning sú sem Þorsteinn reifar í ritgerð sinni um réttlæti er bersýnilega ætlað að komast af án slíkra sjónarmiða: þar stendur ekkert um gæði eða mannlega heill. En mér sýnist að þvílík sjónarmið laumist með að því best verður séð gegn vilja höfundar og án vitundar hans í verðleika- og sannleikshugtaki því sem birtist á síðustu síðunum í ritgerðinni og rætt var hér að framan. Að mínum dómi er það sem Þorsteinn nefnir frumkröfu 239
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.