Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar
réttlætisins, krafan um að verðleikar mannlegra einstaklinga fái að koma
fram, réttmætt og trúverðugt vegna þess að þetta er krafa um að allir fái að
njóta þess sem hvað mestu varðar fyrir mannlega heill.
1 Skírnir, 158. ár, (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1984) 159—222. Tölur
innan sviga í meginmáli vísa til blaðsíðna í Skírni. Upphaf þess máls sem hér birtist
má rekja til skoðanaskipta okkar Þorsteins á páskasamdrykkju um siðfræði hjá
Félagi áhugamanna um heimspeki, laugardaginn fyrir páska 1984. Eg flutti þar
fyrirlestur sem ég nefndi „Frjálshyggja, réttindi og gæði“, en Þorsteinn var andmæl-
andi. I máli okkar beggja var vikið að hugmyndum Þorsteins um réttlæti sem hann
var þá þegar farinn að móta og birtust síðan í „Hvað er réttlæti?“.
2 Sjá niðurlag ritgerðarinnar, 216—217.
3 Eins og Þorsteinn segir í ritgerð sinni er John Rawls einhver merkasti stjórnspek-
ingur sem nú er uppi. Bók hans, Kenning um réttLeti (A Theory of Justice [Oxford,
1972]), er eitt fárra rita um siðfræði og stjórnspeki frá okkar tímum sem telja má víst
að verði almennt lesið af komandi kynslóðum. I ritgerð Þorsteins er sérstakur kafli,
„Sáttmálakenning," (bls. 200-204) helgaður kenningu Rawls.
4 Þessu er haldið fram í fyrirlestrinum, „Frjálshyggja, réttindi og gæði“, sem áður er
vikið að.
5 Platón, Ríkið, 504 A-505 A.
6 Sjá H. J. Paton, The Categorical Imperative: A Study in Kant's Moral Philosophy
(Philadelphia 1971), bls. 153. John Stuart Mill bendir á þetta sama atriði í siðfræði
Kants í fyrsta kafla Nytjastefnunnar og eins Brynjólfur Bjarnason í Vitund og
verund (Reykjavík, 1961), bls. 73—74.
7 Orðið „leikslokakenning" hef ég frá Þorsteini Gylfasyni — eins og raunar margt
fleira í fræðum okkar.
8John Stuart Mill skilgreinir hamingju sem „vellíðan og sársaukaleysi" („pleasure,
and absence from pain“) (Nytjastefnan, 2. kafli). En í ljós kemur að Mill notar orðið
„pleasure" í víðum skilningi. Hann er langt frá því að boða einhverja nautnastefnu.
9 Páll S. Ardal notar orðið „heillastefna“ um nytjastefnu í ritgerð sinni „Um
refsingar" í Skírni, 137. ári (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1963), bls. 29—
45. I bók sinni Siðferði og mannlegt eðli (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík
1982) fylgir Páll hins vegar þeim sið að láta utilitarianism heita „nytjastefna". Þar
með er orðið „heillastefna" komið á lausan kjöl og upplagt að finna því önnur
verkefni.
10 Um reglunytjastefnu má lesa í aðgengilegri bók Freds Feldman, Introductory
Ethics (Englewood Cliffs, N. J. 1978).
240
N.