Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 115
Þorsteinn Gylfason Sannleikurinn og lífið Svar til Eyjólfs Kjalars Emilssonar I Hvers vegna er fólk að velta því fyrir sér hvað réttlæti er? Vonandi gengur flestum til að vilja vita á hvað megi trúa í lífinu og fyrir hverju eigi að berjast. En í heimspeki er réttlætið líka skilningsþraut sem vert er að reyna að ráða fram úr, ef maður bara gæti. Ég held ég byrji á því að leyfa mér að lýsa þeirri þraut eins og hún horfir við mér þessa dagana. Henni verður ekki lýst nema í fjórum lotum. I fyrstu lotu má víkja að því að það er munur á réttlæti fólks og réttlæti fyrirtækja eða stofnana. Réttlæti fólks er dygð, ein af ótalmörgum, en ranglæti löstur. Réttlátur maður er, að minnsta kosti að flestu leyti, heiðvirður eða heiðarlegur maður og réttlætið heiðarleiki. Stuldur og svik eru óheiðarleiki og þjófar og svikarar óheiðarlegir. Lygi er líka óheiðarleiki og lygari óheiðarlegur. Og nú vakna merkilegar spurning- ar. Ef þjófnaður, svik og lygar eru sitt hvað, eins og þau virðast vera, er þá heiðarleiki og þar með réttlæti fólks þrjár dygðir fremur en tvær eða ein? Og ef heiðarleiki er ein dygð, eins og hann virðist vera, að hverju miðar hann þá, til hvers er hann? Hvorugt veit ég. Fyrstu lotu er ekki lokið: eftir er að hugleiða réttlæti fyrirtækja og stofnana, til að mynda ríkja. Ríki verða ekki með góðu móti kölluð heið- arleg né heldur óheiðarleg, þó að stjórnendur og aðrir starfsmenn þeirra geti auðvitað verið — og séu margir — þjófóttir, svikulir og lygnir. En þar fyrir geta ríki verið misjafnlega réttlát og ranglát. Hvert er þá þeirra réttlæti úr því að það er eitthvað annað en heiðarleiki? Agústínus kirkjufaðir spyr: „An réttlætis, hvað eru þá ríkin nema stórkostleg glæpafélög?" Hvaða réttlæti er þetta? Hvað á heilagur Agústínus við? Þetta voru tvær tegundir réttlætis: annars vegar einstaklingsbundin dygð, hins vegar einhvers konar skipan mála í félagsskap eða fyrirtæki, og um þær má spyrja margs, þess meðal annars hvert sambandið sé á milli þeirra. En hefjum heldur aðra lotu og lítum á ólík svið réttlætis og ranglætis. Stundum er réttlæti sundurliðað í uppskiptingarréttlæti eins og réttlæti tekjuskipting- ar, málagjaldaréttlæti eins og réttlæti refsinga og loks viðskiptaréttlæti eins og réttlæti verðlagningar. Þessa skiptingu má rekja til Aristótelesar. Hér má TMM VIII 241
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.