Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 116
Tímarit Máls og menningar aftur inna eftir því hvert samhengið gæti verið meðal þess sem aðgreint er. Er hlutvandri skattlagningu, maklegri refsingu og sanngjörnu verði eitthvað sameiginlegt sem máli skiptir? Hvað skyldi það vera? Annar ágætur höfund- ur en Aristóteles, samtíðarmaður okkar Joel Feinberg að nafni, aðhyllist aðra þrískiptingu: ranglæti, segir hann, er mismunun, áníðsla eða rógur, og ekkert annað.1 Þetta er fróðleg kenning, en ég ætla að leiða hana hjá mér að sinni. Enn má sundurskilja og gera greinarmun á ólíkum uppistöðum réttlætis. Ein er jöfnuður eða jafnrétti: réttlætið krefst þess til að mynda að fólk sé jafnt fyrir lögum og dómum, konur jafnar körlum og blökkumenn jafnir hvítum mönnum. Onnur er réttindi, einkum og sér í lagi svonefnd mannréttindi eins og eignarréttur eða málfrelsi: það er réttlætismál að fólk fái að halda eigum sínum eða selja þær, segja hug sinn eða þegja um hann. Þriðja uppistaðan er verðleikar: það er réttlátt að hver maður fái það sem honum þer eða hann á skilið, beri úr býtum eftir því sem hann vinnur til, uppskeri eins og hann sáði. I fjórða lagi má kalla sannleikann eina uppistöðu réttlætisins: rógur er ranglátur ekki síður en illur og ósannur, og það er réttlæti að maður njóti sannmælis og ranglæti að hann sé talinn eða sagður vera eitthvað annað og verra en hann er. Loks, í fimmta lagi, skulum við nefna þarfir. Það virðist vera réttlætiskrafa að mönnum hlotnist ýmisleg hlunnindi eftir þörfum: að þeir njóti til dæmis læknishjálpar eftir því hversu veikir þeir eru en ekki eftir efnahag eða stjórnmálaskoðunum. Þetta má líka orða svo að réttlæti sé fólgið í velferð fólks, það er að segja í því að sem flestum þörfum manna sé gegnt. Þá er það fjórða og síðasta lotan í þessari lýsingu réttlætisvandans. Við getum innt — og eigum að inna — eftir margvíslegum eiginleikum réttlætis. Þá spyrjum við spurninga eins og þeirrar hvort réttlætið sé afstíett eða algilt: er til dæmis víst að danskt réttlæti sé ekki eitt og suður-afríkanskt annað, og engin leið að dæma kjör blökkumanna í Höfðaborg á danskan kvarða? Önnur merkileg spurning varðar vœgi réttlætis meðal dygðanna, því svo virðist sem réttlætið skuli jafnan ráða þegar því lýstur saman við aðrar dygðir eins og til dæmis góðvild: það dugar engin ósíngirni til að réttlæta stuld eða dráp. Svo úir og grúir af heimspekilegum kenningum um réttlæti sem gaman verður að rökræða fram í dauðann. Platón kenndi að réttlæti sé andleg heilbrigði, hvort heldur manns eða mannfélags. Aristótelesi þótti hins vegar mest um vert að réttlæti sé einhvers konar hóf meðal öfga, en því trúði hann líka um allar aðrar dygðir. A okkar dögum kennir John Rawls að réttlæti ráðist af tveimur lögmálum um jöfnuð í skiptingu lífsgæða. A hinn bóginn kennir Robert Nozick að réttlæti ráðist af sögulegum atvikum einum saman, í ætt við þau sem Gyðingar og Serkir hafa *il að réttlæta tilkall 242
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.