Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 117
Sannleikurinn og lífið til jarðnæðis í Palestínu.2 Og ekki má gleyma nytjastefnu eða heillastefnu Eyjólfs Kjalars og margra annarra merkismanna sem trúa á mannlega heill eða hamingju og hafa hana fyrir æðstu gæði. II Nú þykist ég hafa sagt deili á réttlætisvandanum eins og mér finnst hann mætti horfa við heimspekingi á síðustu tímum. Lausn þessa vanda væri heimspekileg réttlætiskenmng sem gerði skipulega og skiljanlega grein fyrir tegundum, sviðum, uppistöðum og eiginleikum réttlætis. Nú er það einn höfuðkostur á kenningum — skipulegum og skiljanlegum greinargerðum — að þær séu sem einfaldastar og veiti þannig sem gleggsta yfirsýn. Þetta veldur því að kenningasmiðum um réttlæti þykir mörgum óhjákvæmilegt að takmarka sig að ýmsu leyti. Svo að dæmi sé tekið fást nútímakenningar um réttlæti einkanlega við réttlæti stofnana — félagslegt réttlæti — en ekki við það réttlæti sem er dygð; aftur á móti höfðu þeir Platón og Aristóteles mestan áhuga á dygðinni. Annað dæmi takmörkunar er það að réttlætis- fræðingar á okkar dögum binda sig næstum alveg við það sem Aristóteles kallaði uppskiptingarréttlæti, og sér í lagi við réttlæti tekjuskiptingar í heilu þjóðfélagi. Takmarkanir af þessu tæi virðast mér óneitanlega vera annmark- ar á réttlætiskenningum. Samt eru aðrar varhugaverðari. Krafan um einfaldleika réttlætiskenninga í þágu yfirsýnar kallar á það að uppistöður réttlætis verði sem fæstar þegar upp er staðið og ekki bara sem gleggstar og traustastar. Þar með verður ekki hjá því komizt að sameina tvær eða fleiri í einni, eða þá að hafna einhverjum þeirra sem annars mundu flækjast fyrir hinum. Þeir Rawls og Nozick taka báðir síðari kostinn, hvor á sína vísu. Þannig afneitar Rawls með dálitlum rökum bæði verðleikum og þörfum sem uppistöðum réttlætis; eftir hans bók eru uppistöðurnar jöfnuð- ur og réttindi og aðrar ekki. Nozick afneitar hins vegar jöfnuði með miklum þunga, og þörfum og verðleikum held ég líka: hann heldur fram réttindum einum og þegar á reynir eignarrétti framar öllum öðrum rétti. Nytjastefnu- menn telja þarfir einar koma til álita, og þar með þá velferð sem þægir þörfum fólks. En öllu þessu fjölskrúðuga liði virðist standa á sama um sann- leikann ef svo má segja. Eftir sannmæliskenningunni um réttlæti er sannleikurinn grundvöllur réttlætisins, og verðleikar og jöfnuður réttlæti í krafti hans af því ég held því fram sem venjulegum sannindum að hvert mannsbarn hafi ómælda verð- leika, að minnsta kosti nógu mikla til þess að það hafi allir menn jafna verðleika frá siðferðilegu sjónarmiði. A hinn bóginn hafna ég bæði réttind- um og þörfum sem uppistöðum í réttlætinu og það á einni og sömu forsend- unni: réttindi og þarfir eru mannasetningar en réttlætið ekki. Við þetta má 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.