Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 118
Tímarit Máls og menningar svo bæta þeim rökum að málflutningur Rawls gegn verðleikum stenzt ekki skynsamlega skoðun, og málflutningur Nozicks fyrir einhvers konar eignar- rétt verður fráleitur áður en lýkur.3 Svo er margt fleira, til að mynda það að þessi greinargerð mín virðist hæfa dygðinni ekki síður en réttlátri skipan samfélags. Og hún ljær þeim skilningi styrk að heiðarleiki sé ein dygð eins og hann virðist vera; þar með er það kannski leyndin sem gerir stuld að óheiðarleika en ekki hitt til dæmis að þjófur brjóti gegn himneskum rétti. Hún styrkir líka þá samfélagshugmynd að málfrelsið — sem þjónar leitinni að sannleikanum — sé ein af þeim frumkröfum sem gera ber til réttláts þjóðfélags. Eða hverfum sem snöggvast á annað svið og hyggjum að réttlæti refsidóma. Samkvæmt nytjastefnu er helzta réttlæting refsinga sú að þær komi í veg fyrir hvers konar skaðvænleg lögbrot, einkum með því að fæla menn frá þeim.4 A þessari hugmynd er bersýnilega sá galli að þetta nytjagildi refsinga fyrir velferð mannfélagsins kemur sekt og sakleysi ekki hið minnsta við: það getur oft verið miklu áhrifameira til viðvörunar að refsa einhverjum sak- lausum manni en sekum, til að mynda ef sakleysinginn er frægari en hinn. I ljósi sannmæliskenningar horfir málið öðruvísi við: það sem gerir refsidóm réttlátan er sannleikurinn sem hann leiðir í ljós, allur sannleikurinn eða að minnsta kosti ekkert nema sannleikurinn. Þessu fylgir meðal annars að sannmæliskenningin gengur gegn þeirri útbreiddu skoðun að réttlæti refs- ingar sé einkum fólgið í því meini sem hún bakar þeim sem fyrir henni verður. (Það er rétt að geta þess að þessari skoðun hafnar nytjastefnan líka.) Einhver kynni að finna það að sannmæliskenningu um refsingar að hún taki einungis til dómsins en ekki til refsingarinnar. Kannski hann ætti að velta því fyrir sér af hverju leynilögreglusögur enda ævinlega á því að sannleikurinn er leiddur í ljós en ekki á refsingunni sem bíður hins seka. Hann mætti líka kynna sér eftirtektarverða kenningu Páls Árdal: þá að það eigi enginn maður illt skilið.5 Eg vona að lesandinn gefi mér til að ég brýni enn fyrir honum höfuðein- kennið á sannmæliskenningunni um réttlæti: það er að þar er farið með verðleika fólks og jöfnuð sem hverjar aðrar venjulegar eða náttúrlegar staðreyndir. Kenningin er með öðrum orðum reist á því að fólk sé jafnt í raun og veru. Hún neytir engra hugmynda um yfirnáttúrlega mannhelgi eins og hjá Stóumönnum og kristinni kirkju, né heldur hugmynda um nátt- úrlegt manngildi ofar venjulegum verðleikum eins og hjá Gregory Vlastos.6 Mannréttindi eru oftast skilin þeim skilningi að hvað svo sem skyni gæddum skepnum bæri á milli mundu þær njóta mannréttinda. Þessu vil ég neita. Ef meðal okkar væru hálftalandi og hálfsiðuð dýr, eða ef mannkynið 244
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.