Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 59
Helgi Ingólfsson
Niöjar hershöföingjans
Það var nauðsynlegt að láta sjá sig meðal lýðsins; sá orðrómur gekk
fjöllunum hærra hér í Alexandríu að flugumenn Achillasar hefðu ráðið
hann af dögum. Þess vegna fór hann nú fyrir hundraðssveit um hin breiðu
stræti borgarinnar, keikur í hnakki, með hina frægu mildu brosvipru um
varir. Hann átti ekki von á fagnaðarlátum, enda fékk hann þau ekki.
Fólkið stóð í löngum og gisnum röðum meðfram strætunum. Margir
lögðu niður vinnu sína meðan hundraðssveitin fór fram hjá. Þarna var
sótugur smiður með rjóða vanga undir óhreinindunum og tengur sínar í
höndum, berfættur. Glerblásari með útstæð augu og krosslagðar hendur
glotti tvíræðu brosi. Sölukonumar við vagnana hættu að falbjóða vöru
sína með hrópum og horfðu þögular á. Klæðlítil, berfætt böm hlupu
meðfram hersveitinni og hrópuðu öðru hvoru eitthvað, sem hershöfð-
inginn skildi ekki, en áleit að gætu vart verið vinsamleg orð. Hann var
fjandmaður, útlendingur, sem skipti sér af málum er Egypta eina vörð-
uðu, ókunnur vágestur sem leitt hafði hönnungar og hemaðarátök yfir
borgina, aðskotadýr sem skemmti sér í rekkju drottningar þeirra og tafði
hana frá konunglegum skyldum sínum.
Hann sá fólkið hvískra í þunnskipuðum röðunum og vissi hvað það
hvískraði. Alþýðan bar óttablandna virðingu fyrir hinum snöggu og
mikilvirku rómversku hersveitum, á þann hátt sem allir virða vald. En
Egyptar kærðu sig ekki um slíkar hersveitir á egypskri grundu. Menn
höfðu sætt sig við hið fámenna rómverska setulið, er hafði aðsetur í
búðunum vestan við borgina, en nú hafði hann — hann sjálfur — fært
þeim hin rómversku bræðravíg.
Af hesti sínum hafði hann góða yfirsýn fram breiðgötuna og út að
TMM 1991:3
57