Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 54
kjósa það svo, hefur fylgt bókmenntum
okkar alla öldina.
Hún kemur jafnvel fram í ljóðlistinni.
Þær heiftúðugu deilur sem urðu hér um
atómskáldin og sem útlendingar eiga mjög
erfitt með að skilja, nærðust á togstreitu
þessara skauta. Ljóðlistin hefðbundna átti
sér mjög skýrt munnlegt einkenni: Það var
hægt að muna hana. Og í landi þar sem
raunverulegur bókamarkaður var jafn nýr
af nálinni og hér, var mörgum ljóðunnanda
mikil eftirsjá að því.
Þessi móthverfa er að einhverju leyti að
leysast upp, rétt einsog andstæða hefðar og
módernisma. Það opnar leið nýjum og frjó-
um aðferðum, einsog sjá má í nokkrum
nýlegum verkum.
Þetta er hins vegar ekki eina forsenda
góðra frásagnarbókmennta. Önnur er sú að
höfundurinn hafi frá einhverju að segja. A
fyrri helmingi þessararaldarláeinstór saga
til grundvallar ótal skáldsögum: Sagan um
upplausn bændasamfélagsins og andstæðu
sveitar og borgar. Sú saga hefur nú verið
sögð og getur ekki lengur verið grunntónn
íslenskrar skáldsagnagerðar með sama
hætti og fyrr. Eins er það með ýmsa hug-
myndafræði sem gat verið mönnum hvatn-
ing til mikilla sagna, hvort sem það var
íhaldssöm þjóðemiskennd og móralismi
eða róttækur sósíalismi eða heimatilbúin
blanda; sagnamenn virðast ekki lengur líta
á slíka hugmyndafræði sem bjarghring í
hinu epíska hafróti.
Yngri höfundar hafa því margir verið í
leit að bæði söguefni og sjónarhorni sem
ekki hefur verið gemýtt áður. Hvomgt mun
vandalaust. Rétt er að líta á fáein dæmi, og
bið ég lesendur að taka þau ekki sem tæm-
andi úttekt á þeim höfundum sem máli
skipta og jafnframt sýnaþví umburðarlyndi
✓
A fyrri helmingi þessarar ald-
ar lá ein stór saga til grund-
vallar ótal skáldsögum: Sagan
um upplausn hœndasamfélags-
ins og andstœðu sveitar og
borgar. Sú saga hefur nú verið
sögð og getur ekki lengur ver-
ið grunntónn íslenskrar skáld-
sagnagerðar með sama hœtti
ogfyrr.
þó rætt sé um höfunda sem undirritaður
gefur út.
Ef spurt er hvaða skáldsagnaform sé
virkilega farið að slá í, myndu margir sjálf-
sagt nefna fjölskyldusöguna. Hún dugir í
mesta lagi í síðdegissápur sjónvarpsins. Og
fjölskyldusaga þar sem höfuðpauramir eru
kexrugluð spákona og misheppnað
Presley- líki ætti tæpast að höfða til annarra
en táninga með heiftarlega unglingaveiki.
Samt varð þessi fjölskyldusaga í mynd
eyjabóka Einars Kárasonar vinsælasti
skáldsagnabálkur síðasta áratugar á Islandi,
hún látil gmndvallargeysivinsælli leiksýn-
ingu og er nú gefin út um öll Norðurlönd
einsog um alvörubókmenntir væri að ræða.
Hverju skyldi það sæta? Þetta er ekki
framúrstefnuverk né neins konar framhald
tilrauna sjöunda áratugarins. Og ekki eru
sögurnar heldur afurð nýja sósíalreal-
ismans sem átti sér skammvinna endurreisn
í byrjun áttunda áratugarins. Samt eru þess-
ar bækur tæpast hugsanlegar án undan-
genginna veiðiferða Guðbergs á þjóðar-
djúpinu eða þjóðfélagsskáldsagnanna upp-
úr 1970. En mest af öllu bera þær því vitni
52
TMM 1991:3