Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 45
þar gefur að líta fimm allpersónulegar árit-
anir.
Arið 1935 áskotnast Hallbimi Rauða
hættan, bók um þá „rússnesku týranna“,
eins og dr. Stefán Einarsson kemst að orði;
umdeilt verk á sinni tíð enda gefið út af
Sovétvinafélagi Islands. Áritunin er þessi:
Hallbjörn Halldórsson. Með þökkum fyrir
prófarkalesturinn og endurfæðinguna. Höf.
Ekki vitu vér, við hvaða endurfæðingu (eða
hvors) er átt, en nú líða stundir (fram), og
1957 kemur út bókin Um lönd og lýði. Það
eru „blikur á lofti“. Spútnik enum fyrsta var
skotið á loft 4. október og á braut um jörð,
þar sem hann stóð sína plikt í 21 dag.
Heimspólitíkin er alþjóðasinnanum Þór-
bergi ofarlega í huga, og nú dugir ekkert
„þjóðernisspangól“:
Hallbjörn Halldórsson. Gleðileg jól og eld-
flaugalaust nýár. Þórbergur.
Rökkuróperan kom út árið 1958. Rómuð
vandvirkni Hallbjamar bregst ekki Þór-
bergi:
Hallbimi Halldórssyni mínum lærðasta,
glöggvasta og vandvirkasta prófarkalesara
fyrr og síðar. Þórbergur
Hallbjörn léstárið 1958. Sama árfær Krist-
ín Ritgerðir 1924-1959 I og eilítið undar-
lega kveðju:
Kristín Guðmundsdóttir. Með hinstu
kveðju. Þórbergur
Með / Unuhúsi 1962 lýkur svo þessu snuðri
mínu:
Kristín Guðmundsdóttir. Einlægar óskir
um uppbyggilegt nýár. Þórbergur.
Ef einhver vildi halda leiknum áfram og
leita betur, væri það vel þegið. Fleira leynd-
ist á læknissetrinu í Vík, sem Þórberg varð-
ar, en hér verður aðeins eitt talið. „Bréf til
Maju“ birtist fyrst íTímariti Máls og men-
ningar í júlímánuði 1957, og mun móðir
mín fyrst hafa lesið það þar. Nokkru seinna
barst henni svo bréfið sjálft handskrifað;
gullfallegri rithönd Þórbergs ætti ekki að
þurfa að lýsa. Með bréfinu fylgdi annað,
líka handskrifað, svohljóðandi:
10./8. 1957.
Það var ekki meiningin að birta þetta bréf
á prenti. Eg byrjaði að skrifa það 17. janúar
í einskonar óráði og lauk við það 7. febrúar.
Síðan lá það hjá mér í aðgerðarleysi, aðal-
lega vegna þess, að ég gat aldrei ráðið fram
úr því, hvort ég ætti að skrifa utan á það
María Skúladóttir eða María Skúladóttir
Thoroddsen eða María Skúladóttir (Thor-
oddsen) eða María Thoroddsen. I þessum
vöflum flaug framhjá mér tíminn þangað til
10. mars. Þá kom Kristinn Andrésson hing-
að, og mér varð á sú yfirsjón að láta hann
heyra bréfið. Hann bað um það íTímaritið.
Hann þrár og elskulegur, ég karakterslapp-
ur og ellilinur og lét þetta eftir honum. úr
því varð bréfið að bíða, þangað til búið væri
að setja það í prentsmiðjunni, og ég fékk
kærkominn frest á utanáskriftinni. Eg
breytti smávegis í próförk.og þærbreyting-
ar fannst mér ég verða að færa inn í bréfið,
til þess að allt stæði heima, um hvað bréfið
ber nokkur merki.
Nú var prófarkalestri og leiðréttingum
lokið. Þá reis aftur í miklum ægileik vanda-
málið Skúladóttir, Skúladóttir Thoroddsen,
Skúladóttir (Thoroddsen), Thoroddsen.
Frestur er á illur bestur, hugsaði ég. Ég læt
þetta bíða, þangað til Tímaritið kemur út.
Þá sendi ég bréfið, ket einhvem slag standa
með utanáskriftina, og María fær bréfið um
svipað leyti og Tímaritið. Og ég fór austur
TMM 1991:3
43