Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 103
Ritdómar Hvur er hvaö og hvaö er hvurs? Steinunn Sigurðardóttir. Síðasta orðið. Iðunn 1990. 182 bls. Aö vera I upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð — en það er æði langt síðan og reyndar komið þar sögu að íslenskur rithöf- undur, nánar til tekið Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér Síðasta orðið. Samkvæmt upplýsingum á titilsíðu er það „Safn til eftir- mæla eftir hluta ívarsen-ættbálks og tengdafólk á 20. öld. Útgefið, safnað, ’flokkað og ritstýrt af fræðimanninum Lýtingi Jónssyni frá Veisu í Önguldal.“ í krafti nafns síns og efniviðar kall- ast Síðasta orðið glettnislega á við guðspjallið foma. En glettni bókarinnar er alvörugefin og þegar lestri hennar er lokið stendur lesandinn uppi með spurningar eins og: Hvað eða hver er orðið hverju sinni? Getur maður vitað hjá hverj- um það er? Og síðast en ekki síst — er það kannski alls ekki þegar öllu er á botninn hvolft, eða réttar, vitnar það ef til vill frekast um blekk- inguna? Stundum hvarflar það að manni að Islend- ingar líti svo á að menn og málefni séu ekki til í raun fyrr en saga þeirra hefur verið skráð, eða nteð öðrum orðum að tilvistin eigi allt sitt undir hinu ritaða orði. Löngu eftir að Ríkisútvarpið var farið að senda út veðurfregnir mörgum sinn- um á sólarhring. héldu bændur t.d. áfram að færa nákvæmar veðurdagbækur, eins og hætta væri á að ekkert veður væri í þeirra sveit, væri það ekki skjalfest. A svipaðan hátt er skrifuð minningargrein um velflesta sem falla frá í landinu líkt og til að tryggja að þeir hafi lifað, að líf þeirra hafl ekki bara verið ómark eða plat. Engin bókmenntagrein á Islandi státaraf jafn- mörgum höfundum og eftirmæli og sennilega eru þau einnig vinsælasta lesefni landans. Minningargreinahefð okkar mun heldur ekki eiga sinn lfka á byggðu bóli og því ekki að undra að það freisti skáldsagnahöfundar að nýta form hennar til að segja sögu af íslenskum veruleik. I Síðasta orðinu skopstælir Steinunn hefðina, ýkir og skrumskælir jafnt form eftirmælanna sem efni. Hún sýnir hjákátleikann sem rís er menn reyna að vera trúir hvorutveggja, eigin skoðunum, tilfinningum eða þekkingu og hin- um óskráðu reglum um hvað má ræða og hvern- ig; hún nýtir sér að eftirmæli eru gjarna afar sundurleit í efni og losaraleg að byggingu jafn- framt því sem form- og efniskröfur þeirra eru að sínu leyti strangar og síðast en ekki síst gerir hún sér mat úr því að höfundar þeirra hafa einatt ekki nokkum áhuga á hinum látna heldur eink- um sjálfum sér, eigin líðan og hugðarefnum. Lýtings þáttur Bókin hefst á formála Lýtings Jónssonar þar sem hann skýrir m.a. forsendur þess að hann TMM 1991:3 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.