Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 67
sem reyndarhékk svo illa saman að sjá mátti inn í herbergið gegnum rifur
milli fjalanna. Hershöfðinginn stuggaði feita mangaranum, sem vildi fara
inn til að sýna honum vistarverumar, frá hurðinni og lagði hana að stöfum
á eftir sér og stúlkunni. Hundraðshöfðinginn og tveir manna hans tóku
sér stöðu við dyrnar.
Stúlkan settist á hvíluna í tómlegu herberginu, niðurlút svo svart hárið
féll niður í kjöltu hennar. Það gljáði á beran upphandlegginn, er hún
klemmdi hann að snjáðum, einsaumuðum kyrtlinum; hendur hennar
hvíldu þétt í skauti og hún klemmdi hnén saman. „Jæja, stúlka mín,“ sagði
hann sefandi — þótt hann væri næsta viss um að hún skildi ekki latínu
— um leið og hann tók af sér skikkjuna. „Nú færðu brátt að vita hvemig
Danáe leið þegar gullregnið kom, hvernig Ólympíasi leið þegar Júpíter
heimsótti hana sem elding . ..“
Er það var yfirstaðið festi hann aftur á sig belti sitt og sverð, og
sveipaði sig skikkjunni. Hann leit stundarkom á grátandi stúlkuna, veiddi
gullpening upp úr pyngju og þvingaði í krepptan lófa hennar. Síðan
opnaði hann dymar; hann hafði þegar gleymt henni. Núna snerist hugur
hans um málefni ríkisins. Antoníus mundi brátt senda honum stað-
festingu á því hvort sá orðrómur væri sannur að Farnekes, sonur Míþri-
datesar mikla, hefði gert uppreisn og hvort það væri rétt að öllum
rómverskum borgumm í Pontos, Armeníu og Kappadókíu hefði verið
slátrað. Ef svo væri yrði hann líklega að snúa sér þangað; önnur bannsett
heit lönd, sem hann hafði aldrei heimsótt. En núna var mánuður her-
guðsins Mars og því heppilegur tími til slíkrar herfarar ...
Hann fékk aldrei að vita að stúlkan, Sara, varð þunguð af hans
völdum. Mangarinn skipti gullinu til helminga við föður hennar, Jóab
ben-Óní, sem var grandvar og guðhræddur tjaldgerðarmaður. Faðir Jó-
abs, Óní, hafði verið Farísei, sem neyddist til að flýja frá Palestínu til
Alexandríu á valdatíma Alexanders Janneusar. Jóab var að vísu með
nagandi samviskubit yfir að hafa svo gróflega brotið lögmál Móse, en nú
gat hann notað gullið til að láta draum sinn rætast og snúið aftur til lands
feðranna, líkt og Móses forðum. Er hann var kominn með fjölskyldu sína
miðja vegu, til Gaza, ól Sara bamið. Það var sveinbam og Jóab ákvað,
er þau fóm með drenginn á áttunda degi til umskumar, að hann skyldi
heita Jóakim, sem merkir Guð mun dæma. Með því vildi Jóab leggja það
undir dóm Drottins síns hvort hann hefði breytt rétt, er hann seldi dóttur
TMM 1991:3
65