Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 17
Aftur og aftur kemur konungur til Noregs, vinnur rfkið og tapar því að nýju litlu síðar. Snorri reynir með frásögn sinni að varpa ljósi á hvers vegna þetta gerist. Hann velur efnið og skipar því með það fyrr augum að röktengsl atburðanna verði sem ljósust, og hann notar oft ræður og samtöl til að sýna hvaða ástæður ráða gerðum þeirra manna sem hlut eiga að máli. Staðreyndimar í þessari sögu höfðu áður komið fram í meira eða minna sömu mynd í eldri frásögnum. En skýringamar eru frá Snorra komnar. Hann leggur mun meiri áherslu á hlutverk höfðingjanna tveggja en fyrri sagnritarar höfðu gert. Stjórnmálamaöurinn Einar og Kálfur em einna gleggstu dæmin hjá Snorra um hentistefnumenn, menn sem gera aðeins það sem þjónar hagsmunum þeirra sjálfra og ganga hiklaust til liðs við fyrri andstæðinga þegar þeir hagnast á því. Hvomgur þeirra hefur verið sýndur í skóla- bókum sem hetja eða sem fyrirmynd ung- menna. En þó að Snorri fjalli um glæsilegri og hetjulegri menn en þessa tvo, gefa þeir þó góða mynd af stjómmálunum sem Heimskringla snýst um. Stjórnmál eru leik- ur fáeinna valdamikilla manna. Þeir berjast innbyrðis um völd og aðstöðu, hvorki um hugmyndir né hagsmuni einstakra hópa. Þeir em ekki vandir að meðulum í þessari baráttu og mönnum leyfist að ganga úr flokki eins leiðtoga til annars — höfðingj- unum leyfist það að minnsta kosti. Raun- verulegur höfðingi er nefnilega sjálfstæður maður, sem getur að vísu myndað bandalög við aðra en lætur sér aldrei detta í hug að binda trúss sitt endanlega við einn ákveðinn leiðtoga. Enda væri hann þá ekki frjáls lengur. Hjá Snorra eru gerðir og markmið þeirra Einars og Kálfs mikilvægur liður í skýr- ingunni á því sem gerist eftir dauða Ólafs. Helgi konungs og breytingin á almennings- álitinu honum í hag skipta vissulega máli, en það þurfti atorkusama foringja og stjóm- málamenn til að breytingamar yrðu. Snorri lýsir fjölda stjórnmálaforingja og þeir em af misjöfnu sauðahúsi. Sumir, svo sem Hákon góði, Ólafur Tryggvason og Erlingur Skjálgsson, eru tvímælalaust hetj- ur, afburðamenn í íþróttum og hemaði. Aðrir, svo sem Ólafur helgi, eru síðri að vallarsýn en skara fram úr öðrum að visku, foringjahæfileikum og atorku. Enn aðrir, svo sem Einar og Kálfur og síðar Erlingur skakki, em umfram allt slægvitrir og gætnir stjómmálamenn. Og svo eru menn sem búa yfir mörgum þessara eiginleika, menn á borð við Harald harðráða, sem er hvort- tveggja í senn, mikil hetja og einn af slótt- ugustu stjómmálarefum Heimskringlu. Loks em menn sem vinna sigra án þess að hafa nokkra ótvíræða hæfileika sem land- stjómendur en eru viðkunnanlegir og þægi- legir menn sem laða að sér fylgismenn eins og Haraldur gilli og Ingi Haraldsson. Marg- víslegar eigindir og athafnir geta leitt menn að markinu, en það sem mestu skiptir þegar á hólminn er komið er að vinna fylgi. Grunnur valdsins Þjóðfélag það sem lýst er í Heimskringlu er laust í reipunum og býður ekki upp á neinar stöður sem gera mönnum kleift að knýja fólk til hlýðni. Öll völd byggjast á að ein- staklingar styðji einstaka foringja. Að vissu marki er hægt að hræða fólk til hlýðni, og TMM 1991:3 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.