Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 10
slíkar frásagnir studdar einstökum goð-
sögnum í óbundnu máli og ekki er heldur
að finna langar tilvitnanir í hinn foma kveð-
skap sem lýsingin byggir á. En allt þetta
gerir Snorri. Ef hann hefði ekki skrifað með
þessum hætti gætum við ekki skilið fom-
norrænan skáldskap nærri því eins vel og
nú er raunin, og við hefðum að sjálfsögðu
ekki heldur haft aðgang að ítarlegum end-
ursögnum á fornnorrænum goðsögnum,
sem Snorri setur fram á upphafinn og oft
skoplegan hátt.
Þó að margir nútímalesendur hafi ánægju
af goðsögum Snorra án tillits til samheng-
isins í Eddu er ljóst að hann notar frásagn-
imar til að skýra atriði í umfjöllun sinni og
til að styðja röksemdafærslu sína. Þær hafa
ekki það hlutverk eitt að gera fróðleikinn
aðgengilegri fyrir ungu skáldin sem hann
beinir orðum sínum til, þó að þeim hafi án
efa líka verið ætlað að skemmta nemandan-
um. Orð Snorra sem hann beinir til ungra
skálda skýra hvers vegna hann fjallar um
skáldskaparfræði og goðafræði jöfnum
höndum. Hann segir að skáldskaparmál sé
venjulega torskilið og að ung skáld verði að
skilja „þat er hulit er kveðit“. Ekki sé hægt
að skilja kenningar og annað skáldskapar-
mál til hlítar nema í ljósi þeirra frásagna
sem það byggir á. Þó að lesendumir sem
Snorri ávarpar hafi verið kristnir og hafi
ekki lagt trúnað á goðsagnimar, mælir hann
svo fyrir að sagnimar megi ekki falla í
gleymsku né verða „ósannaðar“ (þ.e.a.s.
taldar lygi). Því má halda fram (sbr. Clunies
Ross, væntanleg grein, b) að Snorri hafi
talið goðsagnir Eddu sambærilegar við
fabúlur fomaldarhöfunda, sem að skilningi
kristinna manna gátu haft fólginn sannleika
eða siðferðisgildi þótt höfundarnir þekktu
ekki kristindóminn. Þar skipti þá megin-
máli hvernig kristnir lesendur túlkuðu sög-
umar. Miðaldamenn sem fjölluðu um höf-
unda fornaldar töldu það hlutverk sitt að sjá
í gegnum integumentum eða hjúpinn sem
huldi sanna merkingu textans, og á sama
hátt hvetur Snorri ungskáld til að sjá í gegn-
um dimma hulu og torskilið mál skálda-
kvæðanna. Þeim til hjálpar skipulagði hann
Eddu á þann hátt að heildstæð sýn á hinar
fornu goðsögur studdi túlkun hans á og
úrval af fomnorrænum kveðskap, bæði
eddukvæðum, sem einkum er að finna í
Gylfaginningu, og skáldakvæðum, sem
einkum eru í Skáldskaparmálum.
í nýlegri grein hefur Preben Meulen-
gracht Sörensen (1989) sagt að Snorri hafi
flutt íslenskan skáldskap óbreyttan inn í
ramma kristinnar sagnfræði og goðafræði,
ólíkt Saxa málspaka sem gerði skandinav-
ískan skáldskap að hluta af hinni latnesku
menningu. En þó að Edda og Heimskringla
hafi mikið að geyma af gömlum íslenskum
skáldskap og noti hann sem heimildir, er
einnig rétt að Snorri velur og setur fram
þessar heimildir í bundnu máli í þeim til-
gangi að skýra söguskoðun sína, skáldskap-
arfræði og goðafræði. Að því leyti sem
hann gerir þetta kæfir hann raddir heimild-
anna; en þó er vissulega jafnframt hægt að
skoða þær að nokkru leyti sjálfstætt án til-
lits til túlkunar Snorra. Það er kannski ein-
mitt af þessum ástæðum sem íslendingar
hafa túlkað Snorra-Eddu með nýjum hætti
öld fram af öld; og af sömu ástæðum er
bókin nú, seint á 20. öld, deiluefni lærdóms-
manna í ýmsum heimshomum.
8
TMM 1991:3