Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 35
menntun stúlkunnar og því staðið henni nær
að sjá um hann. Við túlkun bókmennta-
verka er sjálfsagt að hafa að einhverju leyti
í huga þjóðfélagsaðstæður og aldarhátt.
Það hlýtur að vekja athygli hversu mjög
Helga leggur sig fram um að skapa úr inni-
legum og heillyndum samskiptum tog-
streitu og kynjabaráttu. En það er mjög í
samræmi við þær áherslur sem hún leggur
á ofurvald og kúgun hins karllega á því
kvenlega og endurspeglast það að hennar
mati jafnt í mannheimum sem í náttúrunni
sjálfri.
4.......allar rósir falla“
Helga getur þess að í sögunni allri takist á
meginandstæður, „þ.e.a.s. andstæðumar
milli hins lóðrétta og lárétta, stóra og litla,
karllega og kvenlega, steinsins og flæðis-
ins“ (268). Þannig telur Helga að fjall sé
tákn hins karllega og grös tákn hins kven-
lega. í dýraríkinu nefnir hún ránfugl sem
einn af fulltrúum karlveldis en lóu sem tákn
hins kvenlega. Systirin í Grasaferð er full-
trúi hins kvenlega innan mannheims en
drengurinn fulltrúi karlveldis. Þessi skipt-
ing í hið karllega og kvenlega virðist sam-
kvæmt þessu vera eins konar kosmískt
lögmál, þar sem hið karllega er hið ríkjandi
veldi. Það er mikilvægt að hafa þessi skörpu
skil í huga því þau eru lögð til grundvallar
mikilvægum túlkunaratriðum. Kemur það
vel fram í túlkun Helgu á kvæðum Jónasar
í Grasaferð: Sáuð þið hana systur mína og
Heylóarvísu.
Um Heylóarvísu segir Helga:
í „Heiðlóarvísunni“ „talar" eða öllu heldur
syngur lóan, því að hún hefur ekki mál. Er
„dírrindíið" hennar lofsöngur um náttúruna
og þá „symbíósu" móður og unga sem rán-
fuglinn rýfur með ofbeldi (274).
Helga sér hliðstæðu milli ofbeldisaðgerðar
ránfuglsins og fundar hreppstjórans við
systurina („hleypur þegar hreppstjórinn
finnur hana á fömum vegi“) og segir:
„Þannig enda bæði þetta ljóð og „Heiðlóar-
vísan“ á því að karlveldið (hreppstjórinn,
hrafninn) kemur og tmflar þann heim ham-
ingju og samræmis sem ljóðin lýsa“ (275).
Það merkilega við túlkun Helgu á Sáuð
þið hana systur mína er að hún virðist telja
að þar valdi karlvera umtalsverðri röskun á
samræmi tilvemnnar með því einu að láta
sjá sig (vera til). Er það vissulega athyglis-
verð skoðun og bíður upp á óþrjótandi
möguleika í skáldskapartúlkun.
Nú vaknar sú spuming hvort þessa rösk-
un karlveldisins megi finna í öðrum ljóðum
Jónasar. Ef við gefunt okkur það (eins og
Helga) að hið karllega sé æ til óþurftar,
meðal manna jafnt sem dýra, þá getum við
hafið leit að því sem fær staðfest þá kenn-
ingu. Og við fínnum Óhræsið . . . „Ein er
upp til fjalla“. Þar er það valur, „vargur í
fuglahjörð“ (karlveldið) og „blessuð rjúpan
hvíta“ (kvenímyndin) sem takast á. Hins
vegar fer heldur að síga á hugmyndafræði-
lega ógæfuhlið þegar „gæðakonan góða“
tekur til sinna ráða og snýr kynsystur sína
úr hálslið. Reyndar gengur hún enn lengra
í gjörð sinni því „gróteska“ kvæðisins birt-
ist í áti einnar kvenvem á annarri. Ef við
viljum losa okkur úr þeim vanda og fría
konuna ábyrgð á illri gjörð (því vitaskuld er
hér um sömu ofbeldisaðgerð að ræða og hjá
hrafninum) þá fullyrðum við eitthvað á þá
leið að hugmyndafræði karlveldis hafi rofið
eðlileg tengsl konunnar við náttúmna, gert
hana að óhræsi. Hún hefur því unnið ódæð-
TMM 1991:3
33