Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 71
leðjunni. Á stöku stað rennur vatn yfir veginn og þar hafa menn raðað hellugrjóti til að síður grafi í sundur. Það syngur í eyrunum þegar skeifumar klingja við hellumar. Ský siglir um himininn og greinilegt er af lit þess að brátt fer að rigna. „Eigum við að skoða hreiðrið?“ Rödd stelpunnar er hvell og full eftirvæntingar. „Nei, ekki núna. Kannski á morgun ef við fáum að fara aftur ríðandi.“ „O ... af hverju ekki?“ „Ég held að það sé að koma demba. Við ættum að flýta okkur.“ Stelpan horfir spekingsleg á skýin og lætur sem hún skoði skýjafarið. „Já, það er sennilega rétt hjá þér,“ segir hún um leið og fyrstu droparnir detta á nefið á henni. Þau koma að hliði og stelpan stekkur af baki og opnar. Grannur líkaminn spennist allur þegar hún sperrist við hliðstaurinn sem er heldur lengri en hún. Hún dregur hliðið frá og kastar því í vegarkantinn, teymir síðan Litla-Rauð að gríðarstóru barði við veginn, stillir honum þar og hleypur nokkur skref til að komast upp á barðið, þaðan getur hún auðveldlega sest á bak. Það er farið að rigna. Hringir myndast í vatni þegar stórir droparnir falla. Þeir sundrast þegar hófar hestanna skella í pollana. Stelpan horfir á hringina og reynir að beina hestinum ofan í pollana. Litli-Rauður fer ofan í þá sem liggja yfir allan veginn en hinum sneiðir hann hjá og skeytir lítt um.skipanir knapans. Hestarnir fjörgast við rigninguna og brokka greitt. Stelpan hættir fljótlega að hugsa um hringina og á nú fullt í fangi með að halda sér í faxið. Andlit hennar, hár og föt eru orðin blaut. Bömin eru bæði í peysum en hvorugt í nokkru vatnsheldu. Hár drengsins er slétt og leiðir dropana beint ofan í hálsmálið. Við því er ekkert að gera, hann verður bara að reyna að harka af sér þangað til styttir upp. „Mér er kalt.“ Nú er kominn vælutónn í rödd stelpunnar og það er eins og hún hafi öll sigið saman þarna á hestinum. Hrokkið hárið hefur orðið að láta undan vatninu og liggur nú klesst við höfuðið sem sýnist við það helmingi minna en áður. „Við finnum aldrei beljurnar í þessari rigningu.“ Hún lítur á bróður sinn í þeirri von að þau snúi við og hætti við allt saman. Hann horfir aðeins fram fyrir sig og varirnar eru herptar saman. Þau halda áfram í þögn. TMM 1991:3 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.