Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 5
Margaret Clunies Ross
Skáldskaparfræöi
Snorra Sturlusonar
í Ijósi latnesks lærdóms
Hér er fjallað um hugsanlegar fyrirmyndir og erlendar hliðstæður Snorra-
Eddu . Að nokkru leyti má líta á hana sem ars poetica, þ.e.a.s. handbók í
kvæðagerð, en slíkar bækur fjölluðu þó yfirleitt aðeins um latneskar
bókmenntir og voru skrifaðar á latínu. Meðal þess sem líkt er með Eddu
og erlendum miðaldaritum eru atriði sem varða framsetningu (stíldæmi,
spurningar og svör, bragfræðileg dæmi). Sum stílfræðihugtök Snorra eru
hliðstæð hugtökum mælskufræðinnar. Hins vegar víkur hann frá ríkjandi
sjónarmiði miðaldahöfunda meðal annars að því leyti að skáldskapar-
málið, sem byggir á fornum goðsögnum, er í augum hans bundið innsta
kjarna skáldskaparins og verður því ekki talið til skrauts.
Að Edda Snorra Sturlusonar (um 1225)
hafi öðru fremur verið hugsuð sem ritgerð
um skáldskap sést af titli verksins, sem
birtist sem incipit í elsta handriti bókarinn-
ar, Codex Upsaliensis frá um 1300: „bók
þessi heitir Edda. Hana hefir samansetta
Snorri Sturluson eptir þeim hætti sem hér
er skipat.“ í þessum orðum koma titill
verksins og nafn höfundar ótvírætt fram.1
Stefán Karlsson (1971) og Anthony Faulk-
es (1977) hafa hvor um sig fært að því rök
að nafnorðið edda hafi orðið til sem íslensk
afbökun latneska orðsins edo, „að yrkja“.
Því hafi forníslenska nafnorðið edda að
líkindum verið heimasmíðað jafngildi lat-
neska hugtaksins ars poetica. A miðöldum
var ars poetica ritgerð, venjulega í bundnu
máli, þar sem kenna átti undirstöðuatriði
skáldskapar. Önnur vísbending um að
Snorri hafi öðru fremur litið á Eddu sem
handbók fyrir skáld sem vildu nema fornan
kveðskap á rætur að rekja til frægra heil-
ræða til ungskálda í Skáldskaparmálum,
sem stundum eru kölluð eftirmáli þeirra
(SnE 1931,86, 11-18); þar vrkur höfundur
orðum sínum beint að „ungum skáldum,
þeim er gimask at nema mál skáldskapar ok
heyja sér orðfjölða með fomum heitum.“
Ef gengið er nú út frá að þessir staðir í
textanum bendi ásamt fleiri atriðum til þess
að ætlun Snorra með Eddu hafí verið að
semja ars poetica, hvers vegna skipti hann
þá verkinu í fjóra þætti, Formála, Gylfa-
ginningu, Skáldskaparmál og Háttatal?
TMM 1991:3
3