Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 5
Margaret Clunies Ross Skáldskaparfræöi Snorra Sturlusonar í Ijósi latnesks lærdóms Hér er fjallað um hugsanlegar fyrirmyndir og erlendar hliðstæður Snorra- Eddu . Að nokkru leyti má líta á hana sem ars poetica, þ.e.a.s. handbók í kvæðagerð, en slíkar bækur fjölluðu þó yfirleitt aðeins um latneskar bókmenntir og voru skrifaðar á latínu. Meðal þess sem líkt er með Eddu og erlendum miðaldaritum eru atriði sem varða framsetningu (stíldæmi, spurningar og svör, bragfræðileg dæmi). Sum stílfræðihugtök Snorra eru hliðstæð hugtökum mælskufræðinnar. Hins vegar víkur hann frá ríkjandi sjónarmiði miðaldahöfunda meðal annars að því leyti að skáldskapar- málið, sem byggir á fornum goðsögnum, er í augum hans bundið innsta kjarna skáldskaparins og verður því ekki talið til skrauts. Að Edda Snorra Sturlusonar (um 1225) hafi öðru fremur verið hugsuð sem ritgerð um skáldskap sést af titli verksins, sem birtist sem incipit í elsta handriti bókarinn- ar, Codex Upsaliensis frá um 1300: „bók þessi heitir Edda. Hana hefir samansetta Snorri Sturluson eptir þeim hætti sem hér er skipat.“ í þessum orðum koma titill verksins og nafn höfundar ótvírætt fram.1 Stefán Karlsson (1971) og Anthony Faulk- es (1977) hafa hvor um sig fært að því rök að nafnorðið edda hafi orðið til sem íslensk afbökun latneska orðsins edo, „að yrkja“. Því hafi forníslenska nafnorðið edda að líkindum verið heimasmíðað jafngildi lat- neska hugtaksins ars poetica. A miðöldum var ars poetica ritgerð, venjulega í bundnu máli, þar sem kenna átti undirstöðuatriði skáldskapar. Önnur vísbending um að Snorri hafi öðru fremur litið á Eddu sem handbók fyrir skáld sem vildu nema fornan kveðskap á rætur að rekja til frægra heil- ræða til ungskálda í Skáldskaparmálum, sem stundum eru kölluð eftirmáli þeirra (SnE 1931,86, 11-18); þar vrkur höfundur orðum sínum beint að „ungum skáldum, þeim er gimask at nema mál skáldskapar ok heyja sér orðfjölða með fomum heitum.“ Ef gengið er nú út frá að þessir staðir í textanum bendi ásamt fleiri atriðum til þess að ætlun Snorra með Eddu hafí verið að semja ars poetica, hvers vegna skipti hann þá verkinu í fjóra þætti, Formála, Gylfa- ginningu, Skáldskaparmál og Háttatal? TMM 1991:3 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.