Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 38
sem unun hafði af að iýsa því smáa (blóm-
um, grösum, smáfuglum). Samkvæmt skil-
greiningu Helgu er það smáa tákn hins
kvenlega og það sem ógnar hinu smáa (rán-
fugl, hreppstjóri, karl með orf) tákn hins
karllega. Skáldskapur Jónasar, helsta full-
trúa rómantíkur á Islandi, er sviptur töfrum
sínum og skrumskældur illgjamri hug-
myndafræði til styrktar.
5. „. . . þaö er ógn af blessuðum
grösum!“
Grasaferð er saga af ferð ungmenna upp á
fjall. Þá ferð telur Helga táknræna. Að sögn
hennar leggur drengurinn á fjallið til að
verða að manni (skáldi). Hann hefur með
sér tínupoka (tóma) en í þá á að tína karl-
mennsku (grös).
Engin af persónum Grasaferðar virðist
hins vegar hafa gert sér grein fyrir þessum
tilgangi. Fyrir þeim er þetta aðeins göngu-
ferð á fjall, farin til að tína fjallagrös en sú
iðja mun nokkuð hafa verið tíðkuð á ámm
áður, jafnt af bömum sem fullorðnum.
I lýsingu á ferðinni upp á fjallið segir svo
frá:
... við fundum á einum stað klettaskoru og
komumst þar upp án þess okkur vildi nokk-
urt slys til; en svo var hún þröng að við
urðum sums staðar að renna okkur á rönd
og sáum við glöggt að hún varð ekki farin
aftur ef við fengjum nokkuð í pokana.
Helga segir þetta hámark ferðalagsins en
um leið er þetta einnig hámark í túlkun
hennar á verkinu því hún segir: „. .. má sjá
í þessu eins konar öfuga fæðingarmynd.
Um skoruna þröngu, fæðingarveginn, troða
þau sér upp í móðurlífið.“ (272).
Helst koma mér nú í huga orð systurinnar
góðu: „Það verður ekki talað við þig, þú ert
með tóma útúrdúra, og enginn maður getur
séð, hvort þér er alvara eða gaman.“ En
þarna mun Helgu vera l'ull alvara. Trúað
gæti ég að Jónasi væri skemmt, en ekki veit
ég hvort Júlía Kristeva þættist þama kann-
ast við táknfræði sína. Eins og kunnugt er
má sjá margt í mörgu en spyrja má hvað
móðurlífið sé að gera þarna á fjallinu, sjálfu
karlmennskutákninu.
En framhald túlkunarinnar tapar ekki
flugi og Helga heldur áfram: „.. . strax og
þau hafa rennt sér upp úr skorunni þröngu
rýfur sögumaðurinn/frændinn frásögnina,
leggur út af henni og ávarpar lesendur sína.
Höfundurinn er fæddur“(272).
Nú mætti ætla að hinn nýfæddi höfundur
hefði einhvern markverðan boðskap að
flytja lesendum sínum eftir að hafa öðlast
einhverskonar endurfæðingu af göngu
sinni inn og út um móðurlífið. En það er
eins og endurfæðingin hafi farið gjörsam-
lega fram hjá honum því hann nefnir hana
ekki á nafn heldur talar um grös og höfðar
til sameiginlegrar hversdagsreynslu sinnar
og lesenda þegar hann segir:
Ég vonast til að sumir af lesendum mínum
muni til sín þegar þeir hafa í fyrsta sinni
fundið svo mikil grös að þeir væru vissir
um að geta tekið þar byrði sína fyrirhafnar-
laust að kalla... Ég var í þetta sinn í þeirra
tölu sem gleðjast við að sjá von sína rætast
og þarf ég ekki að lýsa huga mínum fyrir
þeim sem hafa reynt eitthvað líkt því á mínu
reki.
Helga telur grösin hafa ákveðið tákngildi
og segir:
Fjallagrösin eru blaut og mjúk af regni,
liggja þétt saman í einu óslitnu flæði sem
36
TMM 1991:3