Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 38
sem unun hafði af að iýsa því smáa (blóm- um, grösum, smáfuglum). Samkvæmt skil- greiningu Helgu er það smáa tákn hins kvenlega og það sem ógnar hinu smáa (rán- fugl, hreppstjóri, karl með orf) tákn hins karllega. Skáldskapur Jónasar, helsta full- trúa rómantíkur á Islandi, er sviptur töfrum sínum og skrumskældur illgjamri hug- myndafræði til styrktar. 5. „. . . þaö er ógn af blessuðum grösum!“ Grasaferð er saga af ferð ungmenna upp á fjall. Þá ferð telur Helga táknræna. Að sögn hennar leggur drengurinn á fjallið til að verða að manni (skáldi). Hann hefur með sér tínupoka (tóma) en í þá á að tína karl- mennsku (grös). Engin af persónum Grasaferðar virðist hins vegar hafa gert sér grein fyrir þessum tilgangi. Fyrir þeim er þetta aðeins göngu- ferð á fjall, farin til að tína fjallagrös en sú iðja mun nokkuð hafa verið tíðkuð á ámm áður, jafnt af bömum sem fullorðnum. I lýsingu á ferðinni upp á fjallið segir svo frá: ... við fundum á einum stað klettaskoru og komumst þar upp án þess okkur vildi nokk- urt slys til; en svo var hún þröng að við urðum sums staðar að renna okkur á rönd og sáum við glöggt að hún varð ekki farin aftur ef við fengjum nokkuð í pokana. Helga segir þetta hámark ferðalagsins en um leið er þetta einnig hámark í túlkun hennar á verkinu því hún segir: „. .. má sjá í þessu eins konar öfuga fæðingarmynd. Um skoruna þröngu, fæðingarveginn, troða þau sér upp í móðurlífið.“ (272). Helst koma mér nú í huga orð systurinnar góðu: „Það verður ekki talað við þig, þú ert með tóma útúrdúra, og enginn maður getur séð, hvort þér er alvara eða gaman.“ En þarna mun Helgu vera l'ull alvara. Trúað gæti ég að Jónasi væri skemmt, en ekki veit ég hvort Júlía Kristeva þættist þama kann- ast við táknfræði sína. Eins og kunnugt er má sjá margt í mörgu en spyrja má hvað móðurlífið sé að gera þarna á fjallinu, sjálfu karlmennskutákninu. En framhald túlkunarinnar tapar ekki flugi og Helga heldur áfram: „.. . strax og þau hafa rennt sér upp úr skorunni þröngu rýfur sögumaðurinn/frændinn frásögnina, leggur út af henni og ávarpar lesendur sína. Höfundurinn er fæddur“(272). Nú mætti ætla að hinn nýfæddi höfundur hefði einhvern markverðan boðskap að flytja lesendum sínum eftir að hafa öðlast einhverskonar endurfæðingu af göngu sinni inn og út um móðurlífið. En það er eins og endurfæðingin hafi farið gjörsam- lega fram hjá honum því hann nefnir hana ekki á nafn heldur talar um grös og höfðar til sameiginlegrar hversdagsreynslu sinnar og lesenda þegar hann segir: Ég vonast til að sumir af lesendum mínum muni til sín þegar þeir hafa í fyrsta sinni fundið svo mikil grös að þeir væru vissir um að geta tekið þar byrði sína fyrirhafnar- laust að kalla... Ég var í þetta sinn í þeirra tölu sem gleðjast við að sjá von sína rætast og þarf ég ekki að lýsa huga mínum fyrir þeim sem hafa reynt eitthvað líkt því á mínu reki. Helga telur grösin hafa ákveðið tákngildi og segir: Fjallagrösin eru blaut og mjúk af regni, liggja þétt saman í einu óslitnu flæði sem 36 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.