Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 6
Hvaða samtímaritgerðir um skáldskapar-
listina hafði Snorri til fyrirmyndar eða var
snilld hans heimatilbúin og fyrirmynda-
laus? Þekkti hann arles poeticae á latínu
eða málfræðiritgerðir jafnframt því sem
hann þekkti þjóðlegan fróðleik um skáld-
skap og skáldskaparfræði? Sé svo, koma þá
einhverjar hliðstæður eða áhrif frá þessum
erlendu eða innlendu heimildum fram í bók
hans?
Það var í þeim tilgangi að reyna að svara
þessum spumingum um uppruna Snorra-
Eddu sem ég skrifaði bók mína, Skáldskap-
armál (1987). Þar kemur fram að vilji menn
líta á Eddu sem ars poetica er hugmynd
hennar og útfærsla þó einstök og verður
ekki rakin til tiltekinna heimilda (sbr. einnig
Faulkes 1982, xxi). Jafnvel þó að við tak-
mörkuðum könnunina við þá bókarhluta
hjá Snorra sem varða skáldskap sérstak-
lega, þ.e.a.s. Skáldskaparmál og Háttatal, er
ekki vitað um neitt annað lærdómsverk frá
miðöldum á þjóðtungu, sem fjallar um orð-
færi og bragfræði innlends miðaldakveð-
skapar í Evrópu sem stenst samanburð við
rit Snorra hvað varðar breidd umfjöllunar-
innar og sjálfstætt viðhorf til efnisins. Að-
eins Irar sömdu artes poeticae um innlend-
an skáldskap, en telja má næsta öruggt að
Snorri hafi ekki þekkt þær ritsmíðar.
Annað athyglisvert atriði, sem tengist
þessu, er að Snorri skrifaði Eddu á íslensku
og ekki latínu, sem þó var lærdómsmál
miðalda. Auðvitað getur vel verið að hann
hafi bara verið slakur í latínu og hafi því
rekið nauður til að nota íslensku, en sú
staðreynd að hann telur norræna tungu
merka og að nöfn séu lykill að heimsmynd
fyrri tíðar skálda sem fram kemur í for-
málanum eða Prologusnum (SnE 1931, 3,
1 -7) bendir til að hann hafi að minnsta kosti
gert dyggð úr kunnáttuleysi sínu í latínu,
hafi um það verið að ræða. í formála sínum
segir Snorri að forfeður norrænna manna
hafi bæði tekið mál og trú Ása, sem hafi
flúið Tróju er hún var eydd. Nafnið æsir
skýrir hann með því að þeir hafi verið ætt-
aðirfrá Asíu. Æsirkenndu íbúum Skandin-
avíu mál sitt og trú. Norræn braglist var
samkvæmt þessu upprunnin í Trójuborg,
þar sem Æsir höfðu numið hana af guðum
sínum, sem einnig hétu Æsir. Bróðursonur
Snorra, Olafur Þórðarson hvítaskáld, hélt
áfram þessu hugsunarferli í Þriðju mál-
frœðiritgerðinni (sem einnig fjallar um
skáldskaparfræði) og fullyrti að latnesk og
norræn skáldskaparfræði ættu hvor tveggja
og óháð hvor annarri rætur í máli og bók-
menntum fomaldar:
I þessi bók má görla skilja, að öll er ein
listin, skáldskapr sá, er rómverskir spek-
ingar námu í Aðenisborg á Gríklandi ok
sneru síðan í latinumál, ok sá ljóðaháttr eða
skáldskapr, er Óðinn ok aðrir Asiamenn
fluttu norðr hingat í norðrhálfu heimsins,
ok kendu mönnum á sína tungu, þesskonar
list, svá sem þeir höfðu skipat ok numið í
sjálfu Asialandi, þar sem mest var frægð ok
ríkdómr ok fróðleikr veraldarinnar (Ólsen
1884, 60, 13-21).
Sú skoðun að norrænn skáldskapur gæti
talist jafn eða jafnvel fremri grískum og
rómverskum skáldskap (sbr. Meulengracht
Sörensen 1989; Clunies Ross 1987, 27)
leiddi til þess að Ólafur gat notað latneskt
kennsluefni um geðbrögð og hugbrögð
(fígúmr og trópa) á íslenskan kveðskap, en
að auki bætti hann við margvíslegum at-
hugasemdum frá eigin brjósti um innlendan
4
TMM 1991:3