Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 89
að lýsa hlægilegu hliðinni á þessum dapur-
leika.
Hið hlægilega í kynlífinu: Hugmynd sem
hvorki siðvöndunarmenn né nýfrjálslyndir
gætu nokkumtíma fallist á. (Ég er þá að
hugsa um D.H. Lawrence, þennan dygga
stuðningsmann Erosar, um Sjókoloff íElsk-
huga lafði Chatterley sem hefur samfarir
grafalvarlegur og reynir að gefa kynlífinu
gildi á ný með því að gera það ljóðrænt og
rómantískt. En ljóðrænt kynlíf er margfalt
hlægilegra en hin ljóðræna tilfinningasemi
síðustu aldar.)
Erótíska gersemin í Ameríku er Brunelda.
Federico Fellini varð hugfanginn af henni.
Hann hefur lengi dreymt um að gera kvik-
mynd eftir Ameríku, og í Intervista sýndi
hann okkur atriði þar sem hann var að velja
leikkonu til að leika hlutverk hennar í þess-
ari langþráðu kvikmynd: Fellini lét fjölda
ótrúlegra leikkvenna sækja um hlutverk
Bruneldu, leikkonur sem hann hafði valið
af þeirri skrautlegu gamansemi sem hann er
frægur fyrir. (Og ég vil undirstrika: Kafka
var álíka skrautlega gamansamur. Því
Kafka þjáðist ekki fyrir okkur! Hann
skemmti sér fyrir okkur!)
Brunelda með litlu feitu hendurnar sínar
situr í stórum hægindastól, dálítið gleið.
Brunelda, fyrrum söngkonan, sú sem er
„ákaflega viðkvæm“ og „með gikt í fótun-
um“. Brunelda sem er svo stór og mikil um
sig að „hún gat varla beygt sig, og það með
miklum erfiðismunum, stunum, blóti og
ragni, nema rétt til að ná að grípa efst í
sokkana sína og rúlla þeim eilítið niður“.
Brunelda sem sviptir upp um sig kjólnum
og þurrkar tárin framan úr Robinson með
kjólfaldinum. Brunelda sem getur ekki
gengið upp tvær, þrjár tröppur og verður því
að bera upp tröppurnar, og þegar Robinson
Fræg mynd af Kafka (hér á nærbol frá sænskri
bókaverslun), sem ef til vill hefur ýtt undir
dýrlingsímyndina. Á bolnum stendur: Kafka leið
ekkert vel heldur.
sér það verður hann svo djúpt snortinn að
hann stynur það sem eftir var ævinnar:
„Mikið var hún falleg, þessi kona, Guð
minn góður hvað hún var sæt!“ Brunelda
bak við gluggatjöld, standandi í baðkeri,
nakin, Delamarche að þvo henni og hún
sfkvartandi og æpandi skipanir. Brunelda
liggjandi nakin í þessu sama baðkeri, lemj-
andi hnefanum í vatnið öskureið. Brunelda
sem tveir menn eru tvo tíma að hjálpa niður
stiga til að koma henni fyrir í hjólastól sem
Karl ætlar að ýta um borgina þvera til ein-
hvers dularfulls áfangastaðar, sennilega
hóruhúss: Sjal hefur verið breitt svo kyrfi-
lega yfir hana að þegar þau mæta löggu á
leiðinni heldur hún að hér sé verið að flytja
tíu kartöflupoka milli staða.
Það nýstárlega við lýsinguna á þessum
TMM 1991:3
87