Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 70
á þessu ferðalagi. Hún er minni, grennri og snör í hreyfingum. Hún þarf
næstum að hlaupa til að hafa við honum en læturekki eftir sér að dragast
aftur úr.
„Sjáðu,“ segir hún allt í einu. Hann lítur á hana og hún geiflar munninn
framan í hann.
„Sjáðu, það eru tvær lausar.“ Hann hægir ferðina og lítur upp í hana.
Hún hreyfir fingurinn uppi í sér.
„Mér er alveg sama.“
„Ef ég missi þær bráðum þá er ég búin að missa fleiri en þú.“ Hún
horfir á hann sigri hrósandi.
„Við verðum að flýta okkur.“ Hann herðir aftur gönguna.
Þau koma að hestagerðinu. Þar eru aðeins tveir hestar. Annar er rauður
og smávaxinn, hinn er skjóttur og allur mun stærri og reistari. Þeir líta
upp þegar krakkamir nálgast en halda svo áfram að bíta. Krakkamir taka
varlega af sér beislin og leggja annað á þúfu. Hitt beislið tekur drengurinn
og gengur rólega að skjótta hestinum. Hann réttir fram höndina:
„Sona, sona, Skjóni minn, sona, sona.“
Þannig mjakast hann áfram þangað til hann hefur náð taki á faxi hans.
Hesturinn heldur áfram að bíta í rólegheitunum og nærvera þessara
hestamanna virðist ekki trufla hann hið minnsta. Stelpan kemur nú til
þeirra og er með grasbrúsk í hendinni. Drengurinn lyftir höfði hestsins
og heldur mélunum neðan við snoppu hans. Stelpan réttir grasbrúskinn
að munni hestsins og um leið og hann opnar munninn til að bíta í brúskinn
skellir drengurinn mélunum upp í hann. Nú verður hesturinn að setja
höfuðið niður aftur og halda áfram að bíta af jörðinni því öðmvísi ná litlir
hestamenn ekki til að koma höfuðleðrinu aftur fyrir eyru stórra hesta.
Nákvæmlega sama aðferð er höfð við að beisla hinn hestinn.
„Farðu á bak, ég skal opna hliðið,“ segir drengurinn borginmannlegur
og teymir Skjóna í átt að hliðinu. Stelpan skellir sér upp á háls hestsins
og rekur fætuma létt í kjálka hans, við það lyftir hann höfðinu og hún er
komin á bak, öfug reyndar, en hún er ekki lengi að bjarga því heldur snýr
sér snarlega við og horfir nú fram og getur tekið í tauminn og riðið af
stað. Drengurinn bíður meðan Litli-Rauður og stelpan fara í gegn, lokar
hliðinu, teymir að stórri þúfu og hoppar á bak.
Hestamir skokka létt í gegnum kjarr og mýrar. Troðningurinn er
blautur og það heyrist soghljóð þegar hófamir dragast upp úr brúnni
68
TMM 1991:3