Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 110
Sveitin svarta Sigfús Bjartmarsson. Mýrarenglarnir falla. Mál og menning 1990. 170 bls. Goðsöguieg mögn, órökleg hugsanatengsl, skynjanir á flökti í myndum og meitluðum lín- um var það sem einkenndi síðustu ljóðabók Sigfúsar Bjartmarssonar, An fjaðra (1990). Hún hefur þótt erfið aflestrar enda traustlega reyrð saman og krefst þess að lesandinn rýni glöggt f samtvinnuð brot og langteygða bálka. Að stór- um hluta helgast þessir örðugleikar af því hve „upprunalegur" skáldskapur Sigfúsar hefur orðið á seinni árum. Með orðinu „uppruna- legur“ á ég við að í ljóðum sínum hefur hann hnitað hringi um goðsögur og frumtákn af ýms- um toga svo sem hringi, blóð, gor og rotnun og ofið þau saman við augnablik í lífi samtíma- mannsins; hugsunin hefur í senn verið ævaforn og nútímaleg. Allt þetta er sett fram sem ein- ræða vitundar með sparsömum vísunum út fyrir hana til stuðnings lesendum. Þessi vitund er á vissan hátt tímalaus, í henni er mýta, saga og samtíð ofin í þá hringlaga skynjun sem kveður á um að veran sé samþætting allra lifaðra augnablika á hverri stundu. Á margan hátt er Mýrarenglarnirfalla útfærsla þessa ljóðheims. Sögurnar nýta sér marga af eiginleikum ljóð- anna, byggjast á svipaðri „upprunalegri" hugs- un en hafna ekki beinum vísunum til umhverfisins líkt og þau. Slíkar tengingar eru einnig nauðsynleg forsenda þess að sögurnar nái að þrífast. Ljóðin í An fjaðra snúast fremur um uppruna sköpunarinnar, sjálfan kjarna hinn- ar goðsögulegu, göldróttu hugsunar, meðan frá- sögnin verður að opna sig til fleiri átta eigi hún ekki að koðna niður í sjálfhverfum vaðli. Höktandi hringir Mýrarenglarnirfalla er safn sex smásagna (ein- hverra hluta vegna telur útgefandi aðeins fimrn á bókarkápu) sem allar gerast í norðlenskri sveit, ýmist á kalárunum svokölluðu kringum 1970 eða í einhverjum óljósum, næsta draum- kenndum tíma. I fyrstu sögunni „Heim“ er sagt frá fullorðnum manni sem snýr aftur í eydda hcimabyggð sína og sami sögumaður virðist vera á ferð í síðustu sögunni „Upp“. Tvær sagn- anna „Aðförin“ og „Strandhöggið" eru sagðar af stálpuðum dreng og sagan „Vargakallið" af eldri manni. Rammasagan „Skörðótt fyrir aug- um“ sker sig nokkuð úr hinum vegna nánari tengsla við „hefðbundnar“ smásögur en þar er blandað saman þessum tveimur meginsögu- mönnum bókarinnar, fullorðna manninum og drengnum. Þó hér sé um smásagnasafn að ræða er það engu að síður byggt upp sem ein heild bæði hvað varðar efnistök og sögusvið en einn- ig tengjast sögurnar innbyrðis með ýmsum hlið- stæðum og táknum sem þjappa þeim enn frekar saman. Smásagnabálkar af þessu tagi hafa ekki verið óalgengir á tuttugustu öld, allt frá því að James Joyce sendi frá sér Dubliners þar sem einmitt efnistök, sögusvið og svipuð frásagn- artækni tengdu sögurnar saman. Kosturinn við slíkar innbyrðis tengingar smásagna er að í bókarformi mynda þær miklu sterkari heild en ef þær væru samtíningur úr ýmsum áttum. í Mýrarenglunum þjónar þessi samtenging einn- ig markmiði „heimssköpunar" því sögusviðið er, þráttfyrir vísanirtil íslenskrar samtímasögu, skýrt afmarkaður bókmenntaheimur. Fyrsta og síðasta sagan, sem eru eins og áður sagði, sagð- ar af sama (eða svipuðum) sögumanni, mynda ramma utan um verkið, draga hring utan um þau mismunandi sjónarhorn eyðingarinnar sem brugðið er upp. Heimssköpun af þessu tagi er vel þekkt úr módernískum bókmenntaverkum svo sem Danzigtrílógíu Giinthers Grass eða Macondo Gabriels García Marquezar og slíkir heimar hafa jafnan þjónað sem rými utan um eigin lögmál verkanna. Uppákomur sem telja verður ómögulegar utan textans verða fullkom- lega eðlilegar innan hans eins og þegar pers- ónurnar taka flugið en einnig verður heimurinn tæki til að koma til skila inntaki sem tekur í goðsögulegum búningi á sig miklu áhrifameiri mynd en annars væri. Sveitaheimur Mýrarengl- 108 TMM 1991:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.