Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 64
lífi hershöfðingjans. Enfáirvoruáferli íþessuhverfi — bardagar síðustu
mánaða virtust hafa haft slæm áhrif á viðskiptin og Egyptar virtust ekki
hneigðir til ásta meðan brennheit hádegissólin skein — og þegar hundr-
aðshöfðinginn hafði fullvissað sig um aðekki varteljandi hættaáferðum
gaf hann hermönnum í tveimur fremstu röðum fylkingarinnar skipun um
að fylgja sér.
Hershöfðinginn átti erfitt með að ákveða sig. Helst vildi hann fara inn
í Min-húsið og finna þar fagran bláeygðan egypskan Ganýmedes. Fyrir
hugskotssjónum hans sveif mynd, þar sem hann flaut niður hina lygnu
Níl í lystibáti með Antfnóusi. Antínóus? Hvers vegna kom það nafn upp
í hugann? Hann meinti auðvitað Póthínus. Hvers vegna átti hann svo
erfitt með að gera upp hug sinn hvaða hús skyldi velja? Milt bros færðist
yfir varir hans, þegar hann minntist orða gamals meðherja, Cúríós, sem
hafði sagt um hann að hann væri omnium mulierum vir et omnium
virorum mulier.
Skyndilega fékk hann nýja hugmynd. Sérhver sá erfingi, sem hann
gæti, svo aðrir vissu til, yrði stöðugt í lífshættu. Hví ekki að freista þess
að eignast erfingja án vitneskju annarra, utan sögunnar, svo hann yrði
ódauðlegur í blóði niðjanna? Þannig gæti hann í vissum skilningi við-
haldið hinu guðlega blóði júlíönsku ættarinnar, þannig gæti hann í vissum
skilningi orðið ódauðlegur.
Hann valdi Díönu-húsið og hundraðshöfðinginn fylgdi honum með
einvalalið sitt. Er inn var komið, í dimmt, rykmettað og loftlaust húsið,
tók það augu hans langan tíma að venjast myrkrinu og þá áttaði hann sig
fyrst á því hve sólin var blindandi. Hórumangarinn, feitur maður á
fimmtugsaldri og í óhreinum kyrtli, kom til þeirra stimamjúkur, smeðju-
legur og auðsveipur. „Hvað þóknast herranum?“ spurði hann á lélegri
grísku og neri saman fitugum höndum. Þetta var heimskuleg spuming;
hvað vildu menn yfirleitt í svona húsum? „Stúlku, eh, kore,“ svaraði
hershöfðinginn á ryðgaðri grísku sinni; hann hafði lítt þurft að tala hana
síðustu tuttugu árin. „Aha, ég býð þær bestu í allri Alexandríu,“ laug
mangarinn með gleiðu brosi, þurrkaði hendumar sóðalega á ístru sinni
og benti honum inn í hálfrökkvað hliðarherbergi, þar sem stúlkumar hans
sátu. Hundraðsforinginn steig gætilega inn í herbergið á undan, ásamt
tveimur mönnum sínum, en allt var í lagi; í herberginu var engan annan
að sjá en gleðikonumar. Þær sátu allar ftmm á snjáðum legubekkjum,
62
TMM 1991:3