Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 63
Þeir fóru um hverfi bakara, vopnasmiða og líkkistusmiða—furðulegt hve dauðinn varhugleikinn fólki íþessu landi — og skyndilega voru þeir staddir í melluhverfinu. Jafnvel hershöfðingjanum gat skilist það af skiltunum, því áletranir þeirra voru áöllum tungumálum, grísku og latínu ekki síður en egypsku, púnversku og arameísku. Ástin var alþjóðleg og hér leituðu margir erlendir kaupmenn svölunar eftir langar siglingar til Alexandríu. Styttumar framan við vændishúsin voru klúrar og af- skræmdar. Yfir einum dyrum var lágmynd af Príapusi með ógnarlangt manndómstáknið skagandi út í loftið; hann hafði hendur á mjöðmum, ögrandi. Við aðrar dyr var skmmskæld eftirmynd hinnar margbrjósta Díönu frá Efesos, nema hvað hún var nakin neðan við mitti og gleiðfætt. Tvær eftirmyndir af Afródítu Praxítelesar stóðu hvor sínum megin við einar dymar, veðraðar og útkrotaðar; önnur hafði misst aðra höndina. Jarðhæð eins vændishússins var þakin máluðum myndum af hinum egypska frjósemisguði — Min hét hann, var það ekki? — eða öllu heldur guðum, því hann var margsinnis málaður í röð, þar sem hver Min sneri bakhlutanum að manndómstákni þess næsta, þannig að enginn þurfti að velkjast í vafa um hvaða hneigðum væri fullnægt þar. Skyndilega fékk hershöfðinginn löngun. Líkt og allir miklir hershöfð- ingjar var hann ástmögur Príapusar — það stafaði líklega af hinu stöðuga návígi við dauðann — og að auki afkomandi Venusar. Hann vissi ekki hvað kom þessum fiðringi af stað núna; ef til vill var það hugsunin um hinn fagra, fláráða Póthínus; ef til vill var það dulið stolt yfir að búa enn — ef Kleópatra sagði satt—yfir hæfileikanum til að geta böm, þrátt fyrir að hann væri kominn á sextugsaldur. Hann þráði son, hafði alltaf þráð son, einhvem sem gæti viðhaldið nafni hinnar júlíönsku ættar. Þrátt fyrir margendurteknar tilraunir í þá átt hafði honum eingöngu einu sinni fæðst barn og það var dóttir og hún — vesalings, vesalings Júlía—var nú látin. Ef Kleópatra mundi ala honum son myndi sá drengur erfa auð hans allan og völd, hvað sem rómversk lög sögðu; sem sonur Kleópötru yrði hann jafnvel konungur Egyptalands. En sá drengur mundi víst ömgglega þarfnast ríkulegrar vemdar Díönu, því hann yrði í stöðugri hættu vegna ættemis síns. Hann stökk af baki og gaf hundraðshöfðingjanum bendingu. Hundr- aðshöfðinginn, sem virtist hafa óljósan grun um hvað væri á seyði, hikaði og leit gætilega tortryggnum augum í kringum sig. Hann bar ábyrgð á TMM 1991:3 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.