Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 63
Þeir fóru um hverfi bakara, vopnasmiða og líkkistusmiða—furðulegt
hve dauðinn varhugleikinn fólki íþessu landi — og skyndilega voru þeir
staddir í melluhverfinu. Jafnvel hershöfðingjanum gat skilist það af
skiltunum, því áletranir þeirra voru áöllum tungumálum, grísku og latínu
ekki síður en egypsku, púnversku og arameísku. Ástin var alþjóðleg og
hér leituðu margir erlendir kaupmenn svölunar eftir langar siglingar til
Alexandríu. Styttumar framan við vændishúsin voru klúrar og af-
skræmdar. Yfir einum dyrum var lágmynd af Príapusi með ógnarlangt
manndómstáknið skagandi út í loftið; hann hafði hendur á mjöðmum,
ögrandi. Við aðrar dyr var skmmskæld eftirmynd hinnar margbrjósta
Díönu frá Efesos, nema hvað hún var nakin neðan við mitti og gleiðfætt.
Tvær eftirmyndir af Afródítu Praxítelesar stóðu hvor sínum megin við
einar dymar, veðraðar og útkrotaðar; önnur hafði misst aðra höndina.
Jarðhæð eins vændishússins var þakin máluðum myndum af hinum
egypska frjósemisguði — Min hét hann, var það ekki? — eða öllu heldur
guðum, því hann var margsinnis málaður í röð, þar sem hver Min sneri
bakhlutanum að manndómstákni þess næsta, þannig að enginn þurfti að
velkjast í vafa um hvaða hneigðum væri fullnægt þar.
Skyndilega fékk hershöfðinginn löngun. Líkt og allir miklir hershöfð-
ingjar var hann ástmögur Príapusar — það stafaði líklega af hinu stöðuga
návígi við dauðann — og að auki afkomandi Venusar. Hann vissi ekki
hvað kom þessum fiðringi af stað núna; ef til vill var það hugsunin um
hinn fagra, fláráða Póthínus; ef til vill var það dulið stolt yfir að búa enn
— ef Kleópatra sagði satt—yfir hæfileikanum til að geta böm, þrátt fyrir
að hann væri kominn á sextugsaldur. Hann þráði son, hafði alltaf þráð
son, einhvem sem gæti viðhaldið nafni hinnar júlíönsku ættar. Þrátt fyrir
margendurteknar tilraunir í þá átt hafði honum eingöngu einu sinni fæðst
barn og það var dóttir og hún — vesalings, vesalings Júlía—var nú látin.
Ef Kleópatra mundi ala honum son myndi sá drengur erfa auð hans allan
og völd, hvað sem rómversk lög sögðu; sem sonur Kleópötru yrði hann
jafnvel konungur Egyptalands. En sá drengur mundi víst ömgglega
þarfnast ríkulegrar vemdar Díönu, því hann yrði í stöðugri hættu vegna
ættemis síns.
Hann stökk af baki og gaf hundraðshöfðingjanum bendingu. Hundr-
aðshöfðinginn, sem virtist hafa óljósan grun um hvað væri á seyði, hikaði
og leit gætilega tortryggnum augum í kringum sig. Hann bar ábyrgð á
TMM 1991:3
61