Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 106
skapur? Finnst sá maður sem veit hvur er höf-
undur hvurs? Hugsar ekki málið meira og
minna fyrir mann í misafkáralegum frösum sín-
um? Er maður ekki í rauninni alltaf að skrifa
ósjálfráða skrift, staga tuggu langdauðra uppúr
annarri tuggu enn lengur dauðra?
Jú, svarar maður kannski en er þó í sömu
mund að hugsa um skáldsögu sem lýsir ýmsum
þáttum íslensks þjóðlífs og ýmsum hvötum
mannskepnunnar sísona eins og þau brenna á
manni frá degi til dags; maður veit að Steinunn
Sigurðardóttir tíndi sjálf til orð og raðaði þeim
saman af natni þar til upp reis saga sem hefur
aldrei verið til í þessari mynd þó að ögn af
Lýtingi og Ómari hafi eflaust lifað í Sighvati er
hann kvað forðum: „Knútur er und himnum“.
Og áður en maður týnist í eigin þönkum reynir
maður „að setja punktinn aftan við“ umsögnina
um söguna og vonar að minnsta kosti að það sé
ekki bara frasi eða ósjálfráð skrift heldur líka
alvörupunktur sem táknar í raun endi.
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Að lokinni meðferð
Kristján Arnason: Einn dag enn. Mál og menning
1990. 95 bls.
Ekki er ólíklegt, að á suma lesendur kunni
ljóðabók Kristjáns Arnasonar Einn dag enn að
virka eins og einhver hugljúfur tímavillingur.
Nú eru bráðum liðnir fjórir áratugir síðan það
var boðað með lúðrablæstri og brambolti, að hin
forna ljóðlist væri loksins dauð og öll sú
mælskulist sem henni fylgdi, rætur hennar í
göntlum hefðum löngu fúnar og formsatriði
eins og rím og stuðlar ekki annað en vélrænt og
úrelt pírumpár, ljóðinu til trafala, sem ætti að
þurrkast sem allra fyrst út úr sögunni. I staðinn
myndi nú koma alveg ný Ijóðlist í takt við
breytta tíma, nútímaljóðið. En Kristján Arnason
fer allt aðrar brautir, eins og hann hafi að mestu
leyti látið sér þennan boðskap sem vind um eyru
þjóta: þótt í kveri hans séu þó nokkur „nú-
tímaljóð“, og þau ekki í verri kantinum, eru flest
kvæðin ort í hefðbundnu formi — tæpur helm-
ingur þeirra er meira að segja af því tagi sem
klassískast er af öllu klassísku, sem sé sonnett-
ur, — og það er meira en lítið af tilvísunum til
fomrar hefðar og menningar. Verðum við þá að
líta svo á, að „formbyltingarmennirnir“ marg-
rómuðu hafi ekki haft erindi sem erfiði: sé hér
enn á ferðinni sá laglega hagorði framsókn-
arbóndi úr sveit sem þeirreyndu að kveða niður,
og orðinn margefldur eftir að hafa lesið Platon
í fjósinu?
Undir áhrifum
Eftir að deilurnar um ljóðformin fóru að
hjaðna (kannske ekki síst vegna þess að menn
hættu að láta kvæði skipta sig eins miklu máli
og áður) virðast ýmsir hafa hneigst til þess að
breiða yfir þær með einhverri hundrað blóma
kenningu: það er innihaldið og boðskapurinn
sem skiptir máli, var þá sagt eða gefið í skyn,
og til að túlka þetta á hvers kyns form rétt á sér,
— formið sem slíkt er aukaatriði. Þessi kenning
fékk vitanlega aukinn byr undir vængina þegar
gagnrýnendur og bókmenntafræðingar fóru að
líta svo á, að það væri einnig í þeirra verkahring
að huga að rokktextum alls kyns og ísbjarnar-
blúsi. Samt sem áður tel ég að gefa beri fullan
gaurn að þeim kenningum og viðhorfum sem
komu fram með atómskáldakynslóðinni á sín-
um tíma, ekki síst þegar gegn þeim er brotið.
Því vitanlega höfðu formbyltingarmennimir
alveg rétt fyrir sér, þótt það væri kannske ekki
nákvæmlega með þeim hætti sem þeir sjálfir
hugðu. Vonandi eiga einhvern tíma eftir að rísa
upp á skerinu svo harðvítugir fræðimenn í hug-
arfarssögu (eða hverju nafni sem greinin kann
að nefnast) að þeir geti fjallað á verðugan hátt
um hið mjög svo sérkennilega viðhorf íslend-
inga til orðsins listar í bundnu máli allar götur
frá ntiðöldum og fram til okkar daga. Af ein-
hverjunt dularfullum ástæðum urðu þeir smám
saman svo gagnteknir af rími í skáldskap, að
það var eins og allt annað hætti að skipta máli:
104
TMM 1991:3