Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 47
Eyvindur
Um Hannu Mákelá
Hannu Makela er fæddur árið 1943 og býr
og starfar í Helsinki. Hann er fjölhæfur
rithöfundur og hefur sent frá sér um það bil
30 verk, mest ljóð en einnig leikrit og sögur,
þar með barnabækur. Hann hefurog fengist
við gagnrýni. A íslensku hefur komið
Herra Hú í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.
Fyrsta verk hans var skáldsagan A ferða-
lagi öllum stundum (1965) og hann er enn
að. Arið 1985 var hann einn þeirra sem
tilnefndur var til Finlandia-verðlaunanna.
Sem skáld hefur hann átt þátt í þróun
finnskrar ljóðagerðar um tuttugu og fimm
ára skeið og hann hefur einnig fylgst náið
með henni gegnum starf sitt við eitt stærsta
forlag Finna, Otava.
Hann þykir erfiður í þýðingu á önnur mál
og er svo sem ekki einn ljóðskálda um það.
Eitt er, að finnsk tunga hefur sérstöðu með-
al þeirra tungna sem hún er helst þýdd á,
málfræðilega flókið mál og fjölbrugðið, lit-
ríkt og margslungið að merkingarbrigðum
og túlkunarleiðum, svo sem beygingamál
svokölluð eru og hafa síst minni fjölda til-
brigða við almenn stef en þær tungur sem
einfaldari eru að gerð, þótt meiri frægðar
njóti vegna mannfjölda og peninga þess
mannfjölda. Annað er skáldinu sjálfu að
kenna, það leikur sér einatt mjög að tungu
sinni og beitir iðulega orðalagi og orðaröð
sem Finnum sjálfum þykir undarleg.
Fyrri ljóðabækur Mákelás segja menn
nokkuð svo ójafnar, en þar eru þó mörg
mikilsverð ljóð. En með bókinni Synkkyys
pohjaton, niin myös iloni, onneni (Þung-
lyndi botnlaust, svo sem gleði mín, ham-
ingja mín, 1976) ýtti hann rösklega og
endanlega frá landi og hefur síðan, að eigin
sögn, reynt að skrifa úr sér allt sem hann
gat, þekkti og vissi á hverjum tíma. Segja
má að í ljóðinu um draum númer 5 dragi
hann saman helstu þemun í skáldskap sín-
um, þar á meðal þetta: Lífið er gjöf, gefin
aðeins einu sinni. Mákelá horfist í augu við
þessa staðreynd sem verður að rauðum
þræði í skáldskap hans. Og maðurinn lifir í
spennu þess að þrá og leita lífs sem er heilt,
en sem hann ekki nær. Hamingjan blikar
einatt sem glampi stundarinnar í ljóðum
hans, en slokknar stöðugt aftur. Því bjarmi
augnabliksins gerir lítið meira en að ýfa
sársauka fáfengileikans. Hannu Mákelá er
stundum sagður líta manninn augum mið-
aldamannsins, skoða líf hans einfalt ognak-
ið, þar sem maðurinn er einmana, hræddur
í draumaveröld, vamarlaus á hlaupum eftir
peningum og um leið fómarlamb innihalds-
lausra hugsjóna.
TMM 1991:3
45
L