Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 47
Eyvindur Um Hannu Mákelá Hannu Makela er fæddur árið 1943 og býr og starfar í Helsinki. Hann er fjölhæfur rithöfundur og hefur sent frá sér um það bil 30 verk, mest ljóð en einnig leikrit og sögur, þar með barnabækur. Hann hefurog fengist við gagnrýni. A íslensku hefur komið Herra Hú í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Fyrsta verk hans var skáldsagan A ferða- lagi öllum stundum (1965) og hann er enn að. Arið 1985 var hann einn þeirra sem tilnefndur var til Finlandia-verðlaunanna. Sem skáld hefur hann átt þátt í þróun finnskrar ljóðagerðar um tuttugu og fimm ára skeið og hann hefur einnig fylgst náið með henni gegnum starf sitt við eitt stærsta forlag Finna, Otava. Hann þykir erfiður í þýðingu á önnur mál og er svo sem ekki einn ljóðskálda um það. Eitt er, að finnsk tunga hefur sérstöðu með- al þeirra tungna sem hún er helst þýdd á, málfræðilega flókið mál og fjölbrugðið, lit- ríkt og margslungið að merkingarbrigðum og túlkunarleiðum, svo sem beygingamál svokölluð eru og hafa síst minni fjölda til- brigða við almenn stef en þær tungur sem einfaldari eru að gerð, þótt meiri frægðar njóti vegna mannfjölda og peninga þess mannfjölda. Annað er skáldinu sjálfu að kenna, það leikur sér einatt mjög að tungu sinni og beitir iðulega orðalagi og orðaröð sem Finnum sjálfum þykir undarleg. Fyrri ljóðabækur Mákelás segja menn nokkuð svo ójafnar, en þar eru þó mörg mikilsverð ljóð. En með bókinni Synkkyys pohjaton, niin myös iloni, onneni (Þung- lyndi botnlaust, svo sem gleði mín, ham- ingja mín, 1976) ýtti hann rösklega og endanlega frá landi og hefur síðan, að eigin sögn, reynt að skrifa úr sér allt sem hann gat, þekkti og vissi á hverjum tíma. Segja má að í ljóðinu um draum númer 5 dragi hann saman helstu þemun í skáldskap sín- um, þar á meðal þetta: Lífið er gjöf, gefin aðeins einu sinni. Mákelá horfist í augu við þessa staðreynd sem verður að rauðum þræði í skáldskap hans. Og maðurinn lifir í spennu þess að þrá og leita lífs sem er heilt, en sem hann ekki nær. Hamingjan blikar einatt sem glampi stundarinnar í ljóðum hans, en slokknar stöðugt aftur. Því bjarmi augnabliksins gerir lítið meira en að ýfa sársauka fáfengileikans. Hannu Mákelá er stundum sagður líta manninn augum mið- aldamannsins, skoða líf hans einfalt ognak- ið, þar sem maðurinn er einmana, hræddur í draumaveröld, vamarlaus á hlaupum eftir peningum og um leið fómarlamb innihalds- lausra hugsjóna. TMM 1991:3 45 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.