Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Blaðsíða 40
lega ljóst af hvaða ástæðu það er, en sam- kvæmt fyrri túlkunum Helgu gæti þama verið um eðlislæga árásargimi karlveldis- ins að ræða. Að vísu kemur drengurinn með þá hversdagslegu skýringu að regn eða maður hafi komið hruninu af stað, en Helga virðist ekki fella sig við þá skýringu, þykir hún sjálfsagt of yfirborðsleg. Hún sér grjót- hrunið sem einhvers konar heimsendis- mynd og segir manndómsraun piltsins leysast upp í „óendanlegar punktalínur“ (279). Helga telur að stundarhræðsla drengsins ráði þar úrslitum og segir: „Manndómsraunin verður frændanum of- raun“ (278). Það hefði hún þurft að skýra nánar, en það gerir hún ekki. Hún fullyrðir og plokkar í verkið, en starf hennar er ekki meira en það. 6. „Ritstuldur" Jónasar Hallgríms- sonar I umfjöllun Helgu um Grasaferð gætir þess nokkuð að hún láti sig litlu skipta þá stað- reynd að hún er að fjalla um skáldverk þar sem persónur eru ekki annað en einmitt persónur innan skáldverks. í athugasemdum við grein sína getur Helga þess að drengurinn og systir hans minni á sögu Virginíu Woolf um Shake- speare og systur hans. Woolf leiðir þar að því rök að hefði Shakespeare átt systur með snilligáfu þá hefði systirin, kynferðis síns vegna, aldrei fengið að nýta gáfu sína. Systirin í sögu Jónasar er fimmtán ára, drengurinn þrettán ára. Hún hefur þegar snúið ljóði Schillers úr þýsku. Hann hefur snarað dönsku ljóði og ort Heylóarvísu og Sáuð þið hana systur mína. Þetta eru ekki ungmenni, þetta eru ofurmenni. Smækkað- ur Shakespeare og systir hans. Og þama kann að liggja skýringin á því hversu gagn- rýnislaust Helga meðtekur þessa frásögn. Hún hefur fundið systur Shakespeares. Sú heitir Hildur Bjamadóttir og Jónas Hall- grímsson stal skáldskap hennar. Á fjallinu fer drengurinn með þýðingu systurinnar á ljóði eftir Schiller. Systirin virðist fyrirverða sig fyrir verk sitt og biður hann að hafa ekki hátt um það. Drengurinn býðst til að eigna sér ljóðið en skammast sín síðan fyrir þessa uppástungu og segir: „... en það er samt reyndar skömm; þessu ráði verð ég að sleppa“. Hér ætti Helga að taka ofan fyrir drengnum (og Jónasi). Yfirlýsing drengsins um að vilja eigna sér skáldskap hennar er að vísu ekki falleg en hún er heiðarleg og virðist stafa af bamslegri þrá og löngun drengsins til að skapa. Og það að hann skuli jafnharðan geta skilið á milli þess sem er rétt og rangt og tekið orð sín aftur ber vott um karakterstyrk og gott upp- lag. Það reynist mörgum furðu erfitt að taka aftur töluð orð. Þegar Helga fjallar um orð drengsins „en það er reyndar skömm ...“ þá segir hún að Jónas hafi látið drenginn bæta þessu við til útskýringar og segir: „Hann [Jónas] skammast sín fyrir að frændanum skuli hafa dottið þessi freisting í hug!“ (277). Þetta er furðuleg staðhæfing og af henni mætti ráða að Jónas hafi skráð frásögn sína orðrétt eftir þeim frændsystkinum. Vita- skuld eru öll orðaskiptin verk Jónasar Hall- grímssonar. Það má leggja út af þeim í nafni persóna, en þá er fáránlegt að saka höfund um að hafa hlíft sögupersónu sinni með því að leggja henni til setningu þegar honum þótti þessi sama sögupersóna hafa farið yfir velsæmismörk. Þá virðist sem Helga telji að Jónas hafi 38 TMM 1991:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.