Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 64
lífi hershöfðingjans. Enfáirvoruáferli íþessuhverfi — bardagar síðustu mánaða virtust hafa haft slæm áhrif á viðskiptin og Egyptar virtust ekki hneigðir til ásta meðan brennheit hádegissólin skein — og þegar hundr- aðshöfðinginn hafði fullvissað sig um aðekki varteljandi hættaáferðum gaf hann hermönnum í tveimur fremstu röðum fylkingarinnar skipun um að fylgja sér. Hershöfðinginn átti erfitt með að ákveða sig. Helst vildi hann fara inn í Min-húsið og finna þar fagran bláeygðan egypskan Ganýmedes. Fyrir hugskotssjónum hans sveif mynd, þar sem hann flaut niður hina lygnu Níl í lystibáti með Antfnóusi. Antínóus? Hvers vegna kom það nafn upp í hugann? Hann meinti auðvitað Póthínus. Hvers vegna átti hann svo erfitt með að gera upp hug sinn hvaða hús skyldi velja? Milt bros færðist yfir varir hans, þegar hann minntist orða gamals meðherja, Cúríós, sem hafði sagt um hann að hann væri omnium mulierum vir et omnium virorum mulier. Skyndilega fékk hann nýja hugmynd. Sérhver sá erfingi, sem hann gæti, svo aðrir vissu til, yrði stöðugt í lífshættu. Hví ekki að freista þess að eignast erfingja án vitneskju annarra, utan sögunnar, svo hann yrði ódauðlegur í blóði niðjanna? Þannig gæti hann í vissum skilningi við- haldið hinu guðlega blóði júlíönsku ættarinnar, þannig gæti hann í vissum skilningi orðið ódauðlegur. Hann valdi Díönu-húsið og hundraðshöfðinginn fylgdi honum með einvalalið sitt. Er inn var komið, í dimmt, rykmettað og loftlaust húsið, tók það augu hans langan tíma að venjast myrkrinu og þá áttaði hann sig fyrst á því hve sólin var blindandi. Hórumangarinn, feitur maður á fimmtugsaldri og í óhreinum kyrtli, kom til þeirra stimamjúkur, smeðju- legur og auðsveipur. „Hvað þóknast herranum?“ spurði hann á lélegri grísku og neri saman fitugum höndum. Þetta var heimskuleg spuming; hvað vildu menn yfirleitt í svona húsum? „Stúlku, eh, kore,“ svaraði hershöfðinginn á ryðgaðri grísku sinni; hann hafði lítt þurft að tala hana síðustu tuttugu árin. „Aha, ég býð þær bestu í allri Alexandríu,“ laug mangarinn með gleiðu brosi, þurrkaði hendumar sóðalega á ístru sinni og benti honum inn í hálfrökkvað hliðarherbergi, þar sem stúlkumar hans sátu. Hundraðsforinginn steig gætilega inn í herbergið á undan, ásamt tveimur mönnum sínum, en allt var í lagi; í herberginu var engan annan að sjá en gleðikonumar. Þær sátu allar ftmm á snjáðum legubekkjum, 62 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.