Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 10
slíkar frásagnir studdar einstökum goð- sögnum í óbundnu máli og ekki er heldur að finna langar tilvitnanir í hinn foma kveð- skap sem lýsingin byggir á. En allt þetta gerir Snorri. Ef hann hefði ekki skrifað með þessum hætti gætum við ekki skilið fom- norrænan skáldskap nærri því eins vel og nú er raunin, og við hefðum að sjálfsögðu ekki heldur haft aðgang að ítarlegum end- ursögnum á fornnorrænum goðsögnum, sem Snorri setur fram á upphafinn og oft skoplegan hátt. Þó að margir nútímalesendur hafi ánægju af goðsögum Snorra án tillits til samheng- isins í Eddu er ljóst að hann notar frásagn- imar til að skýra atriði í umfjöllun sinni og til að styðja röksemdafærslu sína. Þær hafa ekki það hlutverk eitt að gera fróðleikinn aðgengilegri fyrir ungu skáldin sem hann beinir orðum sínum til, þó að þeim hafi án efa líka verið ætlað að skemmta nemandan- um. Orð Snorra sem hann beinir til ungra skálda skýra hvers vegna hann fjallar um skáldskaparfræði og goðafræði jöfnum höndum. Hann segir að skáldskaparmál sé venjulega torskilið og að ung skáld verði að skilja „þat er hulit er kveðit“. Ekki sé hægt að skilja kenningar og annað skáldskapar- mál til hlítar nema í ljósi þeirra frásagna sem það byggir á. Þó að lesendumir sem Snorri ávarpar hafi verið kristnir og hafi ekki lagt trúnað á goðsagnimar, mælir hann svo fyrir að sagnimar megi ekki falla í gleymsku né verða „ósannaðar“ (þ.e.a.s. taldar lygi). Því má halda fram (sbr. Clunies Ross, væntanleg grein, b) að Snorri hafi talið goðsagnir Eddu sambærilegar við fabúlur fomaldarhöfunda, sem að skilningi kristinna manna gátu haft fólginn sannleika eða siðferðisgildi þótt höfundarnir þekktu ekki kristindóminn. Þar skipti þá megin- máli hvernig kristnir lesendur túlkuðu sög- umar. Miðaldamenn sem fjölluðu um höf- unda fornaldar töldu það hlutverk sitt að sjá í gegnum integumentum eða hjúpinn sem huldi sanna merkingu textans, og á sama hátt hvetur Snorri ungskáld til að sjá í gegn- um dimma hulu og torskilið mál skálda- kvæðanna. Þeim til hjálpar skipulagði hann Eddu á þann hátt að heildstæð sýn á hinar fornu goðsögur studdi túlkun hans á og úrval af fomnorrænum kveðskap, bæði eddukvæðum, sem einkum er að finna í Gylfaginningu, og skáldakvæðum, sem einkum eru í Skáldskaparmálum. í nýlegri grein hefur Preben Meulen- gracht Sörensen (1989) sagt að Snorri hafi flutt íslenskan skáldskap óbreyttan inn í ramma kristinnar sagnfræði og goðafræði, ólíkt Saxa málspaka sem gerði skandinav- ískan skáldskap að hluta af hinni latnesku menningu. En þó að Edda og Heimskringla hafi mikið að geyma af gömlum íslenskum skáldskap og noti hann sem heimildir, er einnig rétt að Snorri velur og setur fram þessar heimildir í bundnu máli í þeim til- gangi að skýra söguskoðun sína, skáldskap- arfræði og goðafræði. Að því leyti sem hann gerir þetta kæfir hann raddir heimild- anna; en þó er vissulega jafnframt hægt að skoða þær að nokkru leyti sjálfstætt án til- lits til túlkunar Snorra. Það er kannski ein- mitt af þessum ástæðum sem íslendingar hafa túlkað Snorra-Eddu með nýjum hætti öld fram af öld; og af sömu ástæðum er bókin nú, seint á 20. öld, deiluefni lærdóms- manna í ýmsum heimshomum. 8 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.